Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 23
greind í einstökum efnisákvæðum (nánari útfærsla), og nær auk þess stundum út fyrir fullframningarstig brots (þjófnaður). Er af þessu skiljanlegt, að oft er notað hið villandi hugtak „tilgangur“. 4. Gagnstætt kröfu um aukinn ásetning er a. m. k. varðandi brot eins og f járdrátt, f jársvik og skilasvik öllu fremur gert ráð fyrir takmörk- uðum ásetningskröfum (modificeret forsætskrav), þannig að vitund hins brotlega um að valda verulegri f jártjónshættu nægi til sakfell- ingar, sbr. um danskan rétt, Stephan Hurwitz, Alm. del. (4. útg.), bls. 235—6. Hérþarf þó að athuga mjög náið hvert einstakt ákvæði. Orða- lagsmunur er á íslenzku og dönsku ákvæðunum. Má t. d. ætla, að strangari kröfur til fullframningar séu gerðar í 248. gr. alm. hgl. en í danska fjársvikaákvæðinu. Ekki þarf það þó að leiða til þess, að aðrar kröfur séu gerðar um auðgunarásetning en í dönskum rétti. Hér má nefna Hrd. XVIII, bls. 304 (315) : „Með því að koma Ingimundi til að takast á hendur framangreindar fjárskuldbindingar á þeim tíma, er ákærði var að verða ógjaldfær, hefur hann gerzt brotlegur við 248. gr„ sbr. 20. gr. 1. nr. 19/1940.“ Einnig má í sama dómi benda á tilvik svipað þessu á bls. 317.1 greinargerð með 247. gr. alm. hgl. segir m. a.: „Aðalsjónarmiðið verður hér, hvort vörzlumaður fjárins sá, að hann stofnaði rétti eiganda peninganna í hættu með eyðslunni.“ Þörf er að skýra betur, hvers vegna aukinn ásetningur (tilgangur) er ekki áskilinn þrátt fyrir orðalag 243. gr., heldur jafnvel látið við takmarkaðar „ásetningskröfur“ sitja varðandi hina hlutrænu þætti auðgunartilgangs skv. 243. gr. Tilslökun þessi merkir ekki, að farið verði niður fyrir almennar lágmarkskröfur um ásetningsstig (dolus eventualis). Hún lýtur að andlagi ásetningsins, þ. e. hinni ólögmætu fjármunayfirfærslu. Fullframning brots verður yfirleitt metin óháð auðgunartilganginum. Tilslökunin rýmkar því fyrst og fremst svið refsiverðrar tilraunar. Þó kann ákvörðun auðgunartilgangsins að verka á ákvörðun fullframningarstigs, sbr. 247. gr. Rétt er að víkja í þessu sambandi að tengslunum milli greiðsluvilja og greiðslugetu, sbr. Waa- ben, Det kriminelle forsæt, bls. 278—291. Einkum reynir á þetta álita- efni við brot eins og fjárdrátt og fjársvik, en einnig við skilasvik og umboðssvik. Alla jafna verður í málum út af slíkum brotum að gera ráð fyrir, að ákærði hafi haft fullan vilja á því að inna greiðslu sína af hendi, eða annað verður a. m. k. ekki sannað, en greiðslugeta hans kann að vera að sama skapi léleg. Ákærði í skilasvikamáli kann að halda því fram, að hann hafi átt nægar eignir eða horfur hafi verið á, að hann yrði búinn að afla fjár á gjalddaga. Ráðstafanir yfir eign- um annarra má einnig réttlæta með góðri trú á að geta síðar leyst til 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.