Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 28
Þess má geta, að í fjárlagaræðu fjármálaráðherra á Alþingi í októ- ber 1973 var vikið að skattsvikum. Þar segir m. a.: „Mitt mat er það, að til þess að komið sé í veg fyrir skattsvik, svo að marki sé, þá verði að gera skattsvik að viðurlögum eins og um fjársvik væri að ræða. Það verði að líta á þau eins og litið er á fjármuni, sem teknir eru ófrjálsri hendi. Ef slík refsiákvæði væru sett inn í skattalögin, þá mundi margt breytast í landi okkar.“ Hér virðist gert ráð fyrir, að refsiákvæðin haldi óbreyttri stöðu sinni innan skattalaganna, en viður- lög við brotum verði þyngd til jafns við það, sem tíðkast um auðgunar- brot, t. d. fjársvik (fangelsi allt að 6 árum). Verður komið að þessu aftur síðar. 3. Samkvæmt gildandi lögum verða skattalagabrot sem slík ekki heimfærð til 248. gr. né annarra ákvæða í XXVI. kafla alm. hgl. Skiptir ekki máli, þótt í refsiákvæðum skattalaganna sé sá fyrirvari um refsihámark, að „ekki liggi þyngri refsing við brotum samkvæmt hinum almennu hegingarlögum“, sbr. 5. mgr. 48. gr. 1. nr. 68/1971. Refsiákvæði skattalaga gilda um afmarkað og sérhæft svið stjórnsýsl- unnar og eru þannig sérákvæði gagnvart hinum almennari ákvæðum hegningarlaga. Þegar af þessum ástæðum tæma ákvæði skattalaga sök, án tillits til þess, hvort brotin geti efnislega varðað við ákvæði alm. hgl. um auðgunarbrot. 1 Hrd. XLI bls. 834 (878) segir svo um þetta álitaefni í forsendum sakadóms Reykjavíkur, er staðfestar voru af Hæstarétti: „Fyrir að tilgi'eina ranglega vörusölu sína á söluskatts- skýrslum hefur verið krafizt refsiábyrgðar samkvæmt 247. gr. alm. hgl„ 26. gr. laga um söluskatt, 31. gr. reglugerðar nr. 15/1960 og 145. gr. eða til vara 146. eða 147. gr. alm. hgl. . . . Líta verður svo á, að með 25.—26. gr. laga nr. 10/1960 hafi verið sett refsiákvæði, sem ætlazt hafi verið til, að tæma skyldu sök að þessu leyti. Þrátt fyrir orðalagið, „nema þyngri refsing liggi við skv. öðrum lögum“, verður ekki talið, að ætlun löggjafans hafi verið, að 247 gr. alm. hgl. yrði beitt um umrætt atferli. Refsiákvæði söluskattslaganna hefðu verið öldungis marklaus, ef svo hefði verið.“ 4. Þeirri hugmynd er oft hreyft, að það sé árangursríkara í barátt- unni gegn skattsvikum að setja refsiákvæði þeim til höfuðs í sjálf hegningarlögin. Þetta má gera með mismunandi hætti. Danir hafa valið þá leið að lögfesta sérstakt ákvæði í auðgunarbrotakafla hegn- ingarlaganna (289. gr.). Það er dæmigert eyðuákvæði, sem um verkn- aðarlýsingu vísar til ákveðinna skattalagareglna varðandi tekju- og eignarskatt (skattekontrolloven). En það geymir þyngri refsifyrirmæli en skattalögin (fangelsi allt að 4 árum gagnstætt sektum, varðhaldi og 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.