Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 13
fémæti, sem hann á að fá umráð yfir (hilming, ólögmæt meðferð fund- ins fjár). Þá komi mismunandi aðferðir og til álita (einkum rán og fjárkúgun), „uden at der dog er Tale om noget gjennemfort, logisk System“. Einkum veldur svikakaflinn miklum heilabrotum („ensartede baade i den ene og i den anden Retning“). 2. Krafan um auðgunartilgang sem sameiginlegt einkenni hinna svo- kölluðu auðgunarbrota hefur smám saman þróazt í danskri refsifræði, og höfum við fylgt í humáttina á eftir, sbr. Waaben, Det kriminelle forsæt, bls. 219 og áfr. Lengi vel snerist umræðan um túlkun á hug- takinu „animus lucri faciendi“ í Rómarrétti. Var það almennt skilið sem krafa um auðgunarhvöt (í þrengri skilningi), algerlega hugræna af- stöðu, sem fólst í gróðahvöt. 0rsted benti á, að hið huglæga einkenni dygði ekki eitt sér. Annaðhvort verður það of vítt vegna þess að það má skilja sem fullnægingu sérhverrar fjárhagslegrar nautnar, og þótt miðað sé við ávinning (eignaaukningu), er hugtakið samt óheppilegt. Nytjataka gæti þannig fallið undir þjófnað, t. d. ef maður tekur hest til að fara á milli til að spara sér leigu á reiðskjóta. Hins vegar mundu ótvíræð þjófnaðartilvik geta fallið utan við, svo sem ef hlut er stolið til að nota hann sem snöggvast eða gefa hann öðrum. Hér er vart unnt að tala um persónulegan ávinning umfram það, sem leiðir af sjálfri vörzlutökunni. Hér er það hin neikvæða hlið tileinkunarinnar, sem áherzla verður lögð á, þ. e. viljinn til að svipta eiganda hlutnum varanlega. 0rsted hafnar kenningunni um hvöt (motiv) sem refsiskil- yrði: „Det er altsá ikke bevæggrunden, men selve handlingens objective beskaffenhed, i forbindelse med det til denne svarende forsæt, hvorpá alt kommer an“, sbr. Eunomia II, bls. 329. Samkvæmt þessum sjónar- miðum gæti gertæki fallið undir auðgunarbrot. Bornemann fylgdi kenningu 0rsteds í stórum dráttum, en breytti henni nokkuð. Hinn brotlegi þarf að hafa vilja (tilgang) til að slá eign sinni á hlutinn og afla sér á þann hátt ólöglegs ávinnings (fordel). Með þessu er aftur lögð áherzla á huglæga afstöðu geranda, en þó með öðru móti en áður. Hann þarf að hafa vilja til tileinkunar. Skiptir þá ekki máli, hvort þjófur vill halda hlut eða ráðstafa honum strax. Þó leit hann öðrum augum á töku í eyðileggingarskyni. Tileinkunin verð- ur enn fremur að fela í sér ólöglegan ávinning (fordel). Þannig er tökunni venjulega varið, en þó ekki ef eftir eru skilin tilsvarandi verð- mæti, t. d. í peningum. Ávinningsviljinn (hvötin) er hjá Bornemann skilinn á venjulegan hátt sem efsta stig ásetnings, en ekki sem fjar- lægari hvöt eða undirrót verknaðar. Bornemann taldi það ekki þjófn- að, ef verðlaus hlutur var tekinn í fjárkúgunarskyni, en gagnstætt 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.