Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 44
hug á að nýta. Jafnframt mun fiskveiðideilum fækka, þar sem ákvörð- un um setningu fiskveiðireglna hvílir öll hjá strandríkinu. (d) Sá vandi, sem strandríkinu hefur verið á höndum varðandi skiptingu aflamagnsins, hverfur við útfærsluna og styrkist efnahagsstaða þess að sama skapi. Þetta atriði er sérstaklega mikilvægt fyrir þróunar- löndin, og það tap, sem það hefur í för með sér fyrir þau ríki, sem sækja á fjai’læg mið, er tiltölulega léttbært, þar sem þessi ríki eru yfirleitt í hópi hinna auðugu og þróuðu ríkja heims. Því er niðurstaðan sú, að útfærsla fiskveiðilögsögu strandríkisins muni, svo sem hér er greint, leysa mörg þau vandamál, sem við er að etja í dag í fiskveiðum veraldar. Þó væri rangt að loka augunum fyrir því, að slík útfærsla getur einnig skapað ný vandamál fyrir þær þjóðir, sem stunda fiskveiðar fjarri sínum eigin ströndum. Þótt fisk- veiðar á fjarlægum miðum séu engri þjóð sérlega mikilvægur at- vinnuvegur, þá er það rétt, að tilfærsla yfirráða fiskimiða til strand- ríkisins getur um skeið valdið efnahagslegum erfiðleikum í ákveðn- um hafnarborgum þeirra ríkja, sem á fjarlæg mið sækja. Dæmi um það eru Cuxhaven í Vestur-Þýzkalandi og Grimsby og Hull í Bretlandi. En til eru ýmsar leiðir til þess að koma til móts við hagsmuni slíkra ríkja, eftir að lögsaga strandríkisins hefur verið færð út. 1 fyrsta lagi er unnt að koma til móts við hagsmuni þessara ríkja á svæðagrund(- velli, þ. e. a. s. að nágrannaríki, sérstaklega landluktum þróunarríkj- um, séu veitt fiskveiðiréttindi í auðlindalögsögu grannríkja þess. Þessa lausn er m. a. að finna í tillögum Jamaica,25) Kína,2G) Afghan- istan og fimm annarra ríkja,27) Uganda og Zambíu,28) og Zaire,29) sem lagðar voru fyrir Hafsbotnsnefnd S.Þ. 1 öðru lagi gæti strand- ríkið veitt erlendum skipum heimild til þess að halda áfram veiðum, sem þau hafa lengi stundað, ef strandríkið hefur ekki þörf fyrir afl- ann sjálft. 1 þessum tilfellum myndu hin erlendu fiskiskip lúta í einu og öllu lögsögu strandríkisins að því er varðar stjórnun fiskveiðanna og verndun fiskimiða. Slíku fyrirkomulagi má koma á annað hvort með tvíhliða samningum eða með alþjóðasamningi. Ákvörðunin um að veita slík fiskveiðiréttindi myndi í báðum þessum tilvikum liggja óskilyrt í hendi strandríkisins. Þriðji kosturinn er viðurkenning á einkalögsögu strandríkisins með þeim fyrirvara þó, að önnur ríki hefðu þar einnig ákveðna fiskveiði- heimild. Erlendum skipum myndi þá vera heimilað að veiða þann hluta mögulegs heildarafla, sem strandríkið þarf ekki sjálft á að halda.30) 1 þessu tilviki gæti strandríkið ekki bannað erlendum skip- um slíkar veiðar, en veita mætti því heimild til þess að leggja ákveðið 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.