Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 38
Á síðasta ári gaf fiskimálanefnd FAO út yfirlit, þar sem sjá mátti, að í Norðaustur-Atlantshafi var einn mikilvægasti fiskistofninn þegar eyddur (Atlanto Scandia síldarstofninn) og að tveir aðrir voru þar fullnýttir eða eyddir (Norðursjávarsíldin og makríllinn í Norðursjón- um).2) f Norðvestur-Atlantshafi kom í Ijós, að einum fiskistofni þar hafði verið eytt (ýsan á Georgsbanka) og tveir aðrir voru fullnýttir eða hugsanlega þegar eyddir (silver hake á Georgsbanka og síldar- stofninn í Main-flóa og á Georgsbanka.3) Ekki voru nema fáir mánuðir síðan dr. W. J. Lyon Dean, formaður Síldarútvegsnefndar Bretlands, sagði í ræðu í Edinborg, að við borð lægi, að Norðursjávarsíldinni hefði verið gjöreytt og eitt slæmt hrygn- ingarár myndi gera Norðursjóinn að dauðum sjó, hvað síld snerti.4) Allar götur frá 1966 hafa verið gerðar tilraunir til þess innan Norð- austur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar að koma í veg fyrir þessa óheillaþróun í síldveiðum, en þær tilraunir hafa mistekizt sökum óein- ingar, sem ríkt hefur meðal aðila nefndarinnar. Er það ástæðan til þess, að málið er nú komið í þær ógöngur, frá og með síðasta ári, sem dr. Dean lýsti í erindi sínu.5) Annað dæmi um mistök alþjóðlegrar fiskveiðistjórnunar í Norðursjónum lýtur að makríl-fiskveiðunum. Þar minnkaði aflinn úr 0.75 miljón tonnum árið 1969 í 0.25 miljón tonn 1971. Þessi fiskistofn minnkaði úr rúmum 4 miljónum tonna árið 1964 í 0.5 miljón tonn árið 1970.G) Að því er varðar þorskstofnana í Norðaustur-Atlantshafinu er þess að geta, að niðurstaða sameiginlegrar vinnunefndar Alþjóða Hafrann- sóknarráðsins og Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, sem rannsakaði ástand þorskstofnanna í Norður-Atlantshafi og gaf út skýrslu sína 1972, var sú, að sumir stofnanna, svo sem norðaustur heimskautastofninn, væru ofnýttir og að minnka mætti heildarsóknina í Norður-Atlantshafi um helming, án þess að það hefði nokkur áhrif til aflaminnkunar.7) Það er ekki fyrr en nýlega, að ákveðnar verndar- ráðstafanir vai’ðandi heimskautaþorskstofninn hafa verið framkvæmd- ar, allmörgum árum eftir að ískyggileg minnkun stofnanna í Barents- hafinu hafði átt sér stað. Annað dæmi um starfsaðferðir hinna alþjóð- legu fiskveiðinefnda varðar ósk, sem Island bar fram árið 1967 í Norð- austur-Atlantshafs fiskveiðinefndinni, um að bann yrði sett á togveið- ar hluta ársins á svæði út af norðausturströnd Islands. Ósamkomulag fiskifræðinga varðandi vísindalega nauðsyn þess að framkvæma þessa verndarráðstöfun hefur hingað til hindrað, að nokkrar slíkar ráðstaf- anir væru framkvæmdar á þessu svæði. Slíkar tafir, sem stafa af ósamkomulagi um túlkun á niðurstöðum fiskifræðilegra rannsókna, 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.