Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Page 38
Á síðasta ári gaf fiskimálanefnd FAO út yfirlit, þar sem sjá mátti, að í Norðaustur-Atlantshafi var einn mikilvægasti fiskistofninn þegar eyddur (Atlanto Scandia síldarstofninn) og að tveir aðrir voru þar fullnýttir eða eyddir (Norðursjávarsíldin og makríllinn í Norðursjón- um).2) f Norðvestur-Atlantshafi kom í Ijós, að einum fiskistofni þar hafði verið eytt (ýsan á Georgsbanka) og tveir aðrir voru fullnýttir eða hugsanlega þegar eyddir (silver hake á Georgsbanka og síldar- stofninn í Main-flóa og á Georgsbanka.3) Ekki voru nema fáir mánuðir síðan dr. W. J. Lyon Dean, formaður Síldarútvegsnefndar Bretlands, sagði í ræðu í Edinborg, að við borð lægi, að Norðursjávarsíldinni hefði verið gjöreytt og eitt slæmt hrygn- ingarár myndi gera Norðursjóinn að dauðum sjó, hvað síld snerti.4) Allar götur frá 1966 hafa verið gerðar tilraunir til þess innan Norð- austur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar að koma í veg fyrir þessa óheillaþróun í síldveiðum, en þær tilraunir hafa mistekizt sökum óein- ingar, sem ríkt hefur meðal aðila nefndarinnar. Er það ástæðan til þess, að málið er nú komið í þær ógöngur, frá og með síðasta ári, sem dr. Dean lýsti í erindi sínu.5) Annað dæmi um mistök alþjóðlegrar fiskveiðistjórnunar í Norðursjónum lýtur að makríl-fiskveiðunum. Þar minnkaði aflinn úr 0.75 miljón tonnum árið 1969 í 0.25 miljón tonn 1971. Þessi fiskistofn minnkaði úr rúmum 4 miljónum tonna árið 1964 í 0.5 miljón tonn árið 1970.G) Að því er varðar þorskstofnana í Norðaustur-Atlantshafinu er þess að geta, að niðurstaða sameiginlegrar vinnunefndar Alþjóða Hafrann- sóknarráðsins og Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, sem rannsakaði ástand þorskstofnanna í Norður-Atlantshafi og gaf út skýrslu sína 1972, var sú, að sumir stofnanna, svo sem norðaustur heimskautastofninn, væru ofnýttir og að minnka mætti heildarsóknina í Norður-Atlantshafi um helming, án þess að það hefði nokkur áhrif til aflaminnkunar.7) Það er ekki fyrr en nýlega, að ákveðnar verndar- ráðstafanir vai’ðandi heimskautaþorskstofninn hafa verið framkvæmd- ar, allmörgum árum eftir að ískyggileg minnkun stofnanna í Barents- hafinu hafði átt sér stað. Annað dæmi um starfsaðferðir hinna alþjóð- legu fiskveiðinefnda varðar ósk, sem Island bar fram árið 1967 í Norð- austur-Atlantshafs fiskveiðinefndinni, um að bann yrði sett á togveið- ar hluta ársins á svæði út af norðausturströnd Islands. Ósamkomulag fiskifræðinga varðandi vísindalega nauðsyn þess að framkvæma þessa verndarráðstöfun hefur hingað til hindrað, að nokkrar slíkar ráðstaf- anir væru framkvæmdar á þessu svæði. Slíkar tafir, sem stafa af ósamkomulagi um túlkun á niðurstöðum fiskifræðilegra rannsókna, 32

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.