Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 56
Réttarstaða minnihluta í hlutafélögum var efni fyrirlestrar, sem Ingvar Björnsson bæjarlögmaður f Hafnarfirði flutti á félagsfundi 8. apríl s.l. í um- ræðum um þetta efni tóku síðan til máls: Hjörtur Torfason hrl., Benedikt Sigurjónsson hæstaréttarforseti, Gunnar Helgason framkvæmdastjóri, Guð- mundur Ingvi Sigurðsson hrl. og Þór Vilhjálmsson prófessor. NÁMSKEIÐ í VINNURÉTTI Dagana 16.—18. maí s.l. var haldið námskeið í vinnurétti á vegum Lög- fræðingafélags íslands. Fór námskeiðið tvo fyrstu dagana fram í Lögbergi kl. 17—19 hvorn daginn, en laugardaginn 18. maí fór það fram í Valhöll á Þing- völlum og stóð þann dag allan. Námskeiðið var boðað öllum félagsmönnum með dagskrá og var hún í að- alatriðum sem hér segir: 1. Kjarasamningar. Fyrirlesari: Hákon Guðmundsson fyrrv. yfirborgardóm- ari. 2. Vinnudeilur og framkvæmd verkfalla. Fyrirlesari: Sigurður Líndal pró- fessor. 3. Vinnusamningar. Fyrirlesari: Gunnar Sæmundsson hdl. 4. Skipulagseiningar vinnumarkaðarins. Fyrirlesarar: Barði Friðriksson hrl. og Jón Þorsteinsson hdl. 5. Skyldur vinnuveitenda og starfsmanna. Fyrirlesari: Gunnar Eydal hdl. 6. Uppsögn vinnusamninga. Fyrirlesari: Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl. Framkvæmdastjóri námskeiðsins var cand. jur. Páll Skúlason bókavörður, og annaðist hann undirbúning og framkvæmd námskeiðsins ásamt nokkrum stjórnarmönnum Lögfræðingafélagsins. Formaður félagsins, Þór Vilhjálmsson prófessor, hafði stjórn dagskrárliða með höndum ásamt fundarstjórum. Þátttakendur voru milli 30 og 40 auk fyrirlesara. Gert er ráð fyrir að fyrir- lestrarnir verði birtir í næstu tölublöðum þessa tímarits og e. t. v. sérprent- aðir síðar. Verður hér því ekki gerð nánari grein fyrir framsöguræðum né umræðum sem af þeim spunnust, en þær voru oft liflegar. Lögfræðingafélagið naut styrks frá nokkrum aðilum til námskeiðshaldsins, og auk þess greiddu þátttakendur nokkurt þátttökugjald. Virðist svo sem námskeiðið verði ekki félaginu til fjárhagslegrar byrði. Próf. Þór Vilhjálmsson sleit námskeiðinu yfir boröum í Valhöll. Þakkaði hann öllum, sem lagt höfðu hönd á plóginn við undirbúning og framkvæmd mótsins og þá sérstaklega framsögumönnum, sem hann sagði að lagt hefðu verulegan skerf til lögvísinda í landinu. Björn Þ. Guðmundsson borgardóm- ari og Páll S. Pálsson form. Lögmannafélags íslands þökkuðu fyrir hönd þátttakenda. Var það samróma álit allra, að námskeið þetta hefði tekist hið besta bæði frá félagslegu og fræðilegu sjónarmiði. Páll Skúlason LÖG LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS (Samþykkt á stofnfundi félagsins 1. apríl 1958. Breytt 24. janúar 1974) I. KAFLI. Heiti félags, heimili og hlutverk. 1. gr. — Félagið heitir Lögfræðingafélag Islands. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.