Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 18
öðrum fjármunabrotum. Kaflaskipting ræðst af aðferðinni við framn- ingu brotanna, en einnig nokkuð af því, hvort um er að ræða atlögu gegn vörzlum (umráðum) annarra yfir eignum sínum eða misnotkun á eignum annarra í umráðum hins brotlega eða loks misbeitingu eigin fjármuna öðrum til tjóns. Um þessi framsetningarvandamál laganna er fjallað í Kommentar till Brottsbalken I, bls.264 og áfr. I upphafinu er greint á milli fjármunabrota í þrengri merkingu (beinast gegn fjármunum ákveðinna einstaklinga) og annarra fjármunabrota (geta beinzt gegn hverjum sem er), t. d. peningafals, brenna. 1 danskri og íslenzkri refsifræði er litið svo á, að auðgunarbrot þurfi ekki að vera bundin því skilyrði að beinast gegn tilteknum einstaklingum. Raun- hæft er þetta atriði þó varla nema varðandi fjársvik, sjá Hurwitz, Speciel del, bls. 450, um svik gegn almenningi (bedrageri mod almen- heden) og í því sambandi hið umdeilda Högbroforsmál í Svíþjóð (NJA 1933, bls. 724). 1 fyrirsögn hvers kafla laganna er safnheiti, er byggist á aðferðinni við framningu brotanna, eða megineinkenni tiltekinnar aðferðar: 8. kafli: Om stöld, rán och andra tillgreppsbrott (um þjófnað, rán og önnur einhliða tökubrot). Hér er ákvæði um gertæki og nytjastuld ökutækja. 9. kafli: Om bedrágeri och annan oredlighet (um fjársvik og önnur svikabrot). Undir þennan kafla falla ákvæði um fjárkúgun, misneytingu og hilmingu. 10. kafli: Om förskingring och annan trolöshet (um fjárdrátt og önn- ur trúnaðarbrot). Hér eiga heima ákvæðin um ólögmæta meðferð fundins fjár, umboðssvik og nytjatöku. 11. kafli: Om gáldenársbrott (skilasvik). 12. kafli: Om skadegörelsesbrott (eignaspjöll). Rétt er að vekja athygli á því, að þjófnaður og fjárdráttur tilheyra ekki sama undirflokki svo sem algengast er í refsilögum ríkja. Lögð er hér áherzla á það atriði um fjárdrátt, að rofinn er trúnaður, brotið er trúnaðarbrot. Röðun undirflokka fer nokkuð eftir eðli aðferða og skapferli brota- manna. Fyrstu tveir kaflarnir fjalla um brot gegn vörzlum (umráðum) annarra og fela í sér röskun á þeim. Þessi brot bera vott um athafna- samari (aktívari) og árásargj arnari brotamenn en brotin í næstu tveimur köflum, þar sem brot fela í sér misferli með fjármuni, er hinn brotlegi hefur í eigin vörzlu. Aftur má svo greina á milli aðfei’ðanna í tveimur fyrstu köflunum. Við brot þau, er 8. kafli tekur til (till- greppsbrott), er beitt einhliða, ytri (verklegri) valdbeitingu („egen- 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.