Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 18
öðrum fjármunabrotum. Kaflaskipting ræðst af aðferðinni við framn-
ingu brotanna, en einnig nokkuð af því, hvort um er að ræða atlögu
gegn vörzlum (umráðum) annarra yfir eignum sínum eða misnotkun
á eignum annarra í umráðum hins brotlega eða loks misbeitingu eigin
fjármuna öðrum til tjóns. Um þessi framsetningarvandamál laganna
er fjallað í Kommentar till Brottsbalken I, bls.264 og áfr. I upphafinu
er greint á milli fjármunabrota í þrengri merkingu (beinast gegn
fjármunum ákveðinna einstaklinga) og annarra fjármunabrota (geta
beinzt gegn hverjum sem er), t. d. peningafals, brenna. 1 danskri og
íslenzkri refsifræði er litið svo á, að auðgunarbrot þurfi ekki að vera
bundin því skilyrði að beinast gegn tilteknum einstaklingum. Raun-
hæft er þetta atriði þó varla nema varðandi fjársvik, sjá Hurwitz,
Speciel del, bls. 450, um svik gegn almenningi (bedrageri mod almen-
heden) og í því sambandi hið umdeilda Högbroforsmál í Svíþjóð (NJA
1933, bls. 724).
1 fyrirsögn hvers kafla laganna er safnheiti, er byggist á aðferðinni
við framningu brotanna, eða megineinkenni tiltekinnar aðferðar:
8. kafli: Om stöld, rán och andra tillgreppsbrott (um þjófnað, rán og
önnur einhliða tökubrot). Hér er ákvæði um gertæki og
nytjastuld ökutækja.
9. kafli: Om bedrágeri och annan oredlighet (um fjársvik og önnur
svikabrot). Undir þennan kafla falla ákvæði um fjárkúgun,
misneytingu og hilmingu.
10. kafli: Om förskingring och annan trolöshet (um fjárdrátt og önn-
ur trúnaðarbrot). Hér eiga heima ákvæðin um ólögmæta
meðferð fundins fjár, umboðssvik og nytjatöku.
11. kafli: Om gáldenársbrott (skilasvik).
12. kafli: Om skadegörelsesbrott (eignaspjöll).
Rétt er að vekja athygli á því, að þjófnaður og fjárdráttur tilheyra
ekki sama undirflokki svo sem algengast er í refsilögum ríkja. Lögð
er hér áherzla á það atriði um fjárdrátt, að rofinn er trúnaður, brotið
er trúnaðarbrot.
Röðun undirflokka fer nokkuð eftir eðli aðferða og skapferli brota-
manna. Fyrstu tveir kaflarnir fjalla um brot gegn vörzlum (umráðum)
annarra og fela í sér röskun á þeim. Þessi brot bera vott um athafna-
samari (aktívari) og árásargj arnari brotamenn en brotin í næstu
tveimur köflum, þar sem brot fela í sér misferli með fjármuni, er hinn
brotlegi hefur í eigin vörzlu. Aftur má svo greina á milli aðfei’ðanna
í tveimur fyrstu köflunum. Við brot þau, er 8. kafli tekur til (till-
greppsbrott), er beitt einhliða, ytri (verklegri) valdbeitingu („egen-
12