Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 31
gegn almenningi fallið beint undir 248. gi\, en slíkt heyrir þó fremur undantekningum til, sbr. Hurwitz, Speciel del, bls. 450, og Jorgen Smith, Skatteunddragelser, bls. 187. e) 1 skattskyldunni á hverjum tíma felst stjórnmálalegt ívaf, sem á sinn þátt í að móta annað viðhorf gagnvart skattsvikum en öðrum svikabrotum. Skattlagning er hagstjórnartæki, sem beitt er með mis- munandi hætti í þágu stjórnarstefnunnar hverju sinni. Hugmyndir skattþegns um afskipti hins opinbera af atvinnulífinu og skiptingu þj óðarteknanna hafa áhrif á skilning hans og viðhorf gagnvart skatt- lagningarreglum. Gagnrýni á skattastefnuna er ákaflega ríkjandi og setur mark sitt á skattasiðgæði almennings. Algengt virðist, að menn líti á minni háttar undandrátt sem nokkurs konar varnaraðgerð gegn ofurvaldi hins opinbera. f) Jafnræði aðila er almennt einkenni á réttarsambandi aðila, þar sem fjársvikum er beitt. Tjónþoli kann að vera verr settur og láta blekkjast vegna vankunnáttu, fáfræði eða andvaraleysis að nokkru marki. Skattsvik einkennast fremur af ólögmætum tilburðum hins veika gegn hinum sterkai’i, þ. e. ríkisvaldinu. Mörgum finnst því sem slík háttsemi sé fremur saklaus í samanburði við það að beita blekk- ingum við venjulega borgara, stundum reynslulitla. Sú hugsun er alla jafna fjarlæg, að skattsvik leiði á endanum til tjóns fyrir samborgar- ana. Sú vissa, að fjöldi annarra geri hið sama, slævir og réttarvit- undina. g) í fjárhagslegum samskiptum manna á milli mótast allar skuld- bindingar mjög af persónulegri getu aðilanna og mati hvors þeirra um sig á getu hins og áreiðanleika. Eins konar trúnaðarsamband kemst á. Skyldan að svara skatti og gefa upplýsingar um skattstofna er lögð á allan þorra landsmanna án minnsta tillits til fjárhagslegrar getu á álagningartímanum og persónulegs heiðarleika skattgreiðenda. Auk þess hafa skattayfirvöld ýmiss konar eftirlit með því, að réttar upp- lýsingar séu veittar um skattstofna. h) Viðurlög við skattalagabrotum eru langoftast í framkvæmd ákveðin af stjórnsýsluaðilum. Meðferð auðgunarbrota er einkum hjá dómstólum. Breyting sú, sem gerð var á dönsku hegningarlögunum, markar engin þáttaskil, þar sem einungis er um meiri háttar brot að ræða, en lögfesting almennra efnisákvæða um skattabrot í hegningar- lögum mundi hins vegar valda róttækari breytingu á réttarfram- kvæmdinni á annan hvorn veginn. 6. Virkar varnir gegn skattsvikum? Atriði þau, sem nú voru rakin, mæla með ýmsum hætti gegn flutn- 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.