Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 29
fangelsi allt að 2 árum) og kemur því aðeins til álita, að um stórfelld
skattsvik sé að ræða. Það er hlutverk ákæruvalds og dómstóla að meta,
hvenær brotið teljist stórfellt, t. d. endurteknar rangfærslur eða háar
fjárhæðir dregnar undan skatti. Þessi aðferð er að því leyti heppilegri
en lögfesting sjálfstæðs efnisákvæðis í hegningarlögum, að skattalög
eru háðari breytingum, m. a. eftir breytilegu pólitísku mati, en obbinn
af hinum hefðbundnu ákvæðum hegningarlaga. Þá kemur líka sá vandi,
hvort freista eigi þess að setja sameiginleg refsiákvæði fyrir öll skatta-
brot eða flytja refsiákvæði hinna einstöku skattalaga í hegningarlögin
t. d. söluskattslaga og tollalaga. Sennilega er vafasamt að flytja eitt
þessara refsiákvæða, t. d. 48. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt,
en láta hin standa á sínum fyrri stöðum. I norsku hegningarlögunum
fyrirfinnst almennt refsiákvæði (406. gr.) varðandi skattalagabrot, en
því er lítið beitt í framkvæmd. Á hinn bóginn er almennt efnisákvæði
í 88. kafla finnsku hegningarlaganna frá 1889, sem hefur miklu raun-
hæfara gildi. 1 38. kafla laganna eru ákvæði um ýmis auðgunarbrot og
önnur fjármunabrot, þó ekki fjársvik. Með 1. nr. 498/1972 voru refsi-
viðurlög þyngd við skattsvikum (skattebedrágeri). Ef skattsvik þættu
að efni til geta varðað við 248. gr. alm. hgl. um fjársvik, mætti e. t. v.
ákveða í lögum, að skattsvik skyldu heimfærð til þessa ákvæðis. Minnir
slíkt lagaboð á aðferðina, sem höfð var í dönsku hegningarlögunum,
er útilokuð var frá fjárdráttarákvæðinu óheimil ráðstöfun yfir hlutum
með eignarréttarfyrirvara, þótt í aðra átt gengi. Það er nokkurt íhug-
unarefni, hvort skattsvik fullnægi efnisskilyrðum 248. gr. alm. hgl.
Jafnframt má leiða hugann að því, hvað mæli sérstaklega gegn því
að tengja skattsvik við auðgunarbrotaákvæðin, á hvaða hátt sem það
er gert.
5. Samanburður á f jársvikum og skattsvikum.
a) Fjársvik eru tvíhliða brot, þar sem atbeina tjónþola þarf til á
þann hátt, að hinn brotlegi kemur honum til að gera eitthvað eða láta
eitthvað ógert með nánar tilteknum blekkingum. Verknaðarlýsing 248.
gr. hentar ekki skattsvikum vel að þessu leyti. Þessi lýsing á helzt við
um álagningarathöfn skattstjóra, sem að vísu á sér stað, eftir að skatt-
svikin eru fullframin. Sé vanrækt að telja fram til skatts, sbr. 1. mgr.
48. gr. 1. nr. 68/1971, er fráleitt að tala um nokkurt tvíhliða samband.
Skortur á upplýsingum getur leitt til þess, að skattayfirvöld áætli skatt
of lágan, og vanrækslan teljist því brot gegn 1. mgr. 48. gr. 1. nr.
68/1971. En verknaðarlýsing 248. gr. á ekki við um slíka vanrækslu.
b) Af því er að framan segir, leiðir einnig, að skattsvik hafa oft á
sér einkenni tækifærisbrota. Skattþegn er að vísu skyldur að lögum til
23