Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 37
fullnýttar og munu ekki þola frekari sóknaraukningu, án þess að skjót eyðing þeirra blasi við. En jafnvel þótt þetta sé ómótmælanleg stað- reynd, keppast fiskveiðiþjóðir veraldar við að byggja sífellt stærri og betur útbúna fiskveiðiflota, sem eru svo tæknivæddir, að þeir myndu geta gjöreytt mikilvægum úthafsfiskistofnum á næstu árum, ef hverri þjóð er heimilt að ausa úr auðlindum hafsins að eigin geðþótta, og ef hömlulaus samkeppni verður látin ráða ríkjum enn um sinn á úthafinu. 1 engar grafgötur þarf um það að fara, að það ástand, sem nú ríkir, mun óhjákvæmilega leiða til öngþveitis í fiskveiðum veraldar, nema ný stefna sé mörkuð. Óhætt er því að fullyrða, að framleiðni auðlinda hafsins, sem sífellt verða mikilvægara fæðuforðabúr, verður aðeins tryggð með tilliti til þróunar síðustu ára, á þann hátt að fela strand- ríkinu ábyrgðina á vaxandi arðgæfni þeirra. Á þann hátt yrði einnig bundinn endir á það öngþveiti og þá skálmöld, sem leiðir af miðalda- kennisetningunni um óskert frelsi til fiskveiða á úthafinu. Rök sann- girni og réttlætis hníga einnig að því að fá strandríkinu ný réttindi í þessu efni, þar sem það er einmitt strandríkið, sem byggir efnahag sinn á eigin landgrunnsfiskimiðum, en ekki fjarlæg ríki, með fáeinum undantekningum. Þess vegna hefur strandríkið miklu ríkari ástæðu til þess en aðrir að veita fiskistofnum landgrunnshafsins nægilega vernd og jafnframt að nýta þær auðlindir til hagsbóta fyrir íbúa strandhéraðanna — en sú grundvallarheimild hlaut í fyrsta sinn viður- kenningu í dómi Alþjóðadómstólsins í fiskveiðideilu Breta og Norð- manna árið 1951. Rétt er nú að kanna nokkru gjör þær ýmsu röksemdir, sem hníga að því að Hafréttarráðstefna S.Þ. veiti einkalögsögu strandríkisins viðurkenningu. 1. Verndun fiskistofna Skoðum fyrst, hverjar eru afleiðingar alþjóðlegrar stjórnunar fisk- veiða í Norður-Atlantshafinu síðustu áratugina. Fiskistofnar bæði Norðvestur- og Norðaustur-Atlantshafs hafa búið við samfellda stjórnun og rannsóknir af hálfu alþjóðlegra fiskveiði- nefnda síðan styrjöldinni lauk. Meginmarkmið fiskveiðisamninganna, sem settu á stofn fyrrgreindar nefndir, er það „að tryggja verndun fiskistofnanna og skynsamlega nýtingu þeirra“ í Norður-Atlantshafi.1) Lítum þess vegna stuttlega á 30 ára feril alþjóðlegrar stjórnunar á þessu svæði með það markmið í huga að kanna, hvort unnt er að full- yrða, að slík fjölþjóðleg stjórnun fiskistofna hafi borið góðan árangur, eða hvort æskilegt er að reyna hér nýjar leiðir. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.