Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 61
Ávíð
oá dreif
BÓKAÞÁTTUR
Síðan lagabækur Háskólabókasafns voru fluttar í Lögberg að meginstofni
til, hefur bókakosturinn vaxið hröðum skrefum. Mestu munar um, að allar eldri
lagabækur Landsbókasafns hafa verið fluttar í kjallara hússins, en spjald-
skrá yfir þær er hjá bókaverði og eru bækurnar almenningi til útlána. Hafa
lögfræðingar í hinum ýmsu störfum hagnýtt sér hina bættu aðstöðu í vax-
andi mæli.
Einnar bókagjafar er vert að geta, vegna þess að þar er að mörgu leyti
um einstakan atburð að ræða. Er próf. W. E. von Eyben frá Kaupmanna-
höfn, sem mörgum íslendingum er að góðu kunnur, var á ferð hér á landi í
des. 1972, kom hann í Lögberg og skoðaði m. a. bókadeildina þar. Ákvað
hann að aðstoða við að fylla ýmis göt, sem voru í bókakostinum hvað snerti
danskar bækur. Hefur hann síðan safnað hjá einstaklingum og útgáfufyrir-
tækjum á annað hundrað bóka, sem velflestar skorti í safnið, og er hér um
að ræða ómetanlegt framlag til Háskólabókasafnsins og lögvísinda í land-
inu. Eru próf. W. E. von Eyben færðar alúðarþakkir fyrir þetta framtak.
Bókadeildin í Lögbergi hefur verið opin frá kl. 13—17.30 og hefur undir-
ritaður annast um safnið. Nokkur borð eru safngestum til afnota og auk
þess eru lögfræðingum ætluð sæti á lestrarsölum.
Páll Skúlason
KJARAMÁL RÍKISSTARFSMANNA — Framh. af bls. 54
samninga ASÍ og BSRB. Til vara var gerð krafa um, að bætt yrði 4 Ifl. við
launastiga BHM, þannig að innbyrðis bil milli hæstu launaflokka yrði 3%.
Einn samningafundur var haldinn með aðilum, varð hann árangurslaus og
urðu aðilar sammála um að vísa málinu í Kjaradóm. Gerð var dómssátt um
heimild til að bæta við 3 Ifl., þannig að 3% bil yrði milli efstu launaflokk-
anna. Þá var dagsetningum síðari hækkana breytt í samræmi við kröfur BHM.
Flest félög BHM hafa nú gert sérsamninga, en nokkur vísuðu málinu í
Kjaradóm. Kjaradómur hefur nú kveðið upp dóm í þeim málum, sem vísað
var til dómsins. Mun láta nærri að launahækkanir til háskólamanna í ríkis-
þjónustu samkvæmt aðalkjarasamningi og sérsamningum séu almennt um
20%.
Guðríður Þorsteinsdóttir
55