Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Síða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Síða 44
hug á að nýta. Jafnframt mun fiskveiðideilum fækka, þar sem ákvörð- un um setningu fiskveiðireglna hvílir öll hjá strandríkinu. (d) Sá vandi, sem strandríkinu hefur verið á höndum varðandi skiptingu aflamagnsins, hverfur við útfærsluna og styrkist efnahagsstaða þess að sama skapi. Þetta atriði er sérstaklega mikilvægt fyrir þróunar- löndin, og það tap, sem það hefur í för með sér fyrir þau ríki, sem sækja á fjai’læg mið, er tiltölulega léttbært, þar sem þessi ríki eru yfirleitt í hópi hinna auðugu og þróuðu ríkja heims. Því er niðurstaðan sú, að útfærsla fiskveiðilögsögu strandríkisins muni, svo sem hér er greint, leysa mörg þau vandamál, sem við er að etja í dag í fiskveiðum veraldar. Þó væri rangt að loka augunum fyrir því, að slík útfærsla getur einnig skapað ný vandamál fyrir þær þjóðir, sem stunda fiskveiðar fjarri sínum eigin ströndum. Þótt fisk- veiðar á fjarlægum miðum séu engri þjóð sérlega mikilvægur at- vinnuvegur, þá er það rétt, að tilfærsla yfirráða fiskimiða til strand- ríkisins getur um skeið valdið efnahagslegum erfiðleikum í ákveðn- um hafnarborgum þeirra ríkja, sem á fjarlæg mið sækja. Dæmi um það eru Cuxhaven í Vestur-Þýzkalandi og Grimsby og Hull í Bretlandi. En til eru ýmsar leiðir til þess að koma til móts við hagsmuni slíkra ríkja, eftir að lögsaga strandríkisins hefur verið færð út. 1 fyrsta lagi er unnt að koma til móts við hagsmuni þessara ríkja á svæðagrund(- velli, þ. e. a. s. að nágrannaríki, sérstaklega landluktum þróunarríkj- um, séu veitt fiskveiðiréttindi í auðlindalögsögu grannríkja þess. Þessa lausn er m. a. að finna í tillögum Jamaica,25) Kína,2G) Afghan- istan og fimm annarra ríkja,27) Uganda og Zambíu,28) og Zaire,29) sem lagðar voru fyrir Hafsbotnsnefnd S.Þ. 1 öðru lagi gæti strand- ríkið veitt erlendum skipum heimild til þess að halda áfram veiðum, sem þau hafa lengi stundað, ef strandríkið hefur ekki þörf fyrir afl- ann sjálft. 1 þessum tilfellum myndu hin erlendu fiskiskip lúta í einu og öllu lögsögu strandríkisins að því er varðar stjórnun fiskveiðanna og verndun fiskimiða. Slíku fyrirkomulagi má koma á annað hvort með tvíhliða samningum eða með alþjóðasamningi. Ákvörðunin um að veita slík fiskveiðiréttindi myndi í báðum þessum tilvikum liggja óskilyrt í hendi strandríkisins. Þriðji kosturinn er viðurkenning á einkalögsögu strandríkisins með þeim fyrirvara þó, að önnur ríki hefðu þar einnig ákveðna fiskveiði- heimild. Erlendum skipum myndi þá vera heimilað að veiða þann hluta mögulegs heildarafla, sem strandríkið þarf ekki sjálft á að halda.30) 1 þessu tilviki gæti strandríkið ekki bannað erlendum skip- um slíkar veiðar, en veita mætti því heimild til þess að leggja ákveðið 38

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.