Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Page 18

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Page 18
nytja, sem hér hefur verið fjallað um, af skýringu á ákvæðum þeirra landskiptalaga, sem í gildi hafa verið, þegar skipti hafa verið gerð. Gilda ákvæði viðkomandi laga, ef eigi verður ráðið af landskiptagerð eða öðrum viðhlítandi heimildum, að skiptin hafi átt að vera víðtækari en lögin ganga út frá sem aðalreglu. 1.4,2. Höfundai'éttur. Höfundarréttindi geta að sjálfsögðu orðið sameign á grundvelli samn- ings eða erfða. Þá er þess enn að geta, að ýmis dæmi eru um, að höfund- arréttindi tveggja eða fleiri höfunda tengist sama verki. Er þar fyrst og fremst að nefna sameiginleg verk, aðlaganir, samsett verk og safn- verk. (Sjá hér Birger Stuevold Lassen: Sameie i opphavsrett og i opp- havsrettslige „naboretter“ í Tfr. 1983, bls. 324 o. áfr., og W. Weincke: Ophavsret, bls. 47-48). a) Sameign á grundvelli samnings eða erfða. Um slíka sameign höfundarréttinda verður sameignarreglum al- mennt beitt. Réttarstaðan ræðst þó fyrst og fremst af þeim samningi, sem sameignin byggist á, eða fyrirmælum í erfðaskrá, ef þau hafa verið gefin, sbr. 2. málsgr. 31. gr. höfl. Þá verður að gera ráð fyrir því, að sérsjónarmið í höfundarétti geti haft áhrif á úrlausn þess, hvaða réttarreglur gildi í skiptum sameigenda út af höfundarréttindum þeirra. b) Höfundarréttindi samhöfunda. 7. gr. höfl. fjallar um höfundarréttindi samhöfunda. Þar segir, að tveir eða fleiri höfundar að sama verki eigi saman höfundarrétt að því, ef framlög þeirra verði ekki aðgreind hvert frá öðru sem sjálfstæð verk. Samkvæmt því er tvennt, sem einkennir sameiginlegt verk. 1 fyrsta lagi er um að ræða verk, sem er skapað í samvinnu höfunda. 1 öðru lagi verður verkið að vera þannig vaxið, að framlag hvers höfund- ar um sig verði eigi aðgreint sem sjálfstætt verk. Þar ber eigi að líta eingöngu til þess, hvort framlag það, er greina á frá, geti staðið sem sjálfstætt verk eftir aðgreininguna, heldur og hver áhrif aðgreiningin hafi á framlag það, sem eftir stendur. Geti síðastgreint framlag ekki talist sjálfstætt verk eftir aðgreininguna, er um sameiginlegt verk að ræða í skilningi 7. gr.. 7. gr. höfl. kveður svo á, að höfundar sameiginlegs verks eigi saman höfundarrétt, en ekki er nánar útskýrt, hvað í því felist. f greinargerð fyrir frumv. til höfundalága er tekið fram, að um slíka sameign sé það almenn regla, að til umráða og ráðstöfunar á verki þurfi samþykki 12

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.