Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Qupperneq 44
sameignarfélags séu, ætti því ekki að skipta máli í þessum efnum. 1
sambandi við þetta má geta úrskurðar Ríkisskattanefndar nr. 1098,
dags. 18. október 1975, sem varðaði húsfélag:5 6)
Húsfélag í fjölbýlishúsi var skráð sem sameignarfélág í firmaskrá
af hagkvæmnissökum, að því er upplýst var, vegna málaferla,
þar sem umboðsmanni þótti hentugra að höfða mál vegna félags-
ins í stað hvers íbúðareiganda fyrir sig. Skattstjóri taldi félagið
skattskylt skv. C-lið 1. mgr. 5. gr. 1. nr. 68/1971, um tekjuskatt
og eignarskatt (þ.e. sem sameignarfélag með sjálfstæða skatt-
skyldu) og lagði á það opinber gjöld. Skattlagningunni var mót-
mælt með þeim rökum, að félagið væri ekki skattskylt, þar sem
einungis væri um að ræða félag íbúðareigenda í fjölbýlishúsi,
sem inntu af hendi greiðslu sameiginlegs kostnaðar við húsið.
Vísaði kærandi til 6. 'gr. 1. nr. 68/1971 um undanþágu þeirra fé-
laga, sem ekki rækju atvinnu, frá tekju- og eignarskatti. I úr-
skurði Ríkisskattanefndar segir svo: „Starfsemi félagsins er
ekki önnur en sú að taka við greiðslum félagsmanna inn á við-
skiptareikninga þeirra og greiða síðan sameiginleg gjöld þeirra
vegna húseignarinnar. Með tilliti til þessa er kæran tekin til
greina.“G)
Skilyrði núgildandi laga fyrir sjálfstæðri skattskyldu sameignar-
félaga eru nokkru strangari en þau skilyrði, sem voru í C-lið 1. mgr.
5. gr. laga nr. 68/1971, um tekjuskatt og eignarskatt, eins og grein-
inni hafði verið breytt með 2. gr. 1. nr. 7/1972. 1 þeim lögum voru ekki
gerðar kröfur um afhendingu félagssamnings og um efni slíks samn-
ings. Þá var þess ekki krafist, að skráningarvottorð eða önnur gögn
væru afhent skattstjóra. Hins vegar var það skilyrði sett, að sameign-
arfélag hefði verið skráð í firmaskrá og við skráningu tekið fram,
hvort félágið gkyldi vera sjálfstæður skattþegn. Meginbreytingin varð-
aði því félagssamninginn, gerð hans og efni svo og afhendingu. Rétt
er að geta þess, að með 1. nr. 7/1980, um breytingu á 1. nr. 40/1978,
um tekjuskatt og eignarskatt, var samlögum og samtökum samkvæmt
4. tl. 1. mgr. 2. gr. láganna gert að sæta sambærilegum reglum um
skráningu og gögn og sameignarfélögum.
5) Úrskurðurinn er birtur í „Þáttum um vandamál skattaframkvæmdar", 3. hefti útg.
1977, eftir Guðmund Guðbjarnason, bls. 7-8.
6) Skráning þessa félags í firmaskrá samrýmdist ekki 1. nr. 42/1903. Húsfélög skv. 1. nr.
59/1976 eru að áliti sumra sameignarfélög, sbr. t.d. Hrafn Bragason: Ný lög um fjöl-
býlishús, Timarit lögfr. 1976, bls. 121. Frekar verður að telja húsfélag eitt tilbrigði
sérstakrar sameignar.
38