Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Side 10

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Side 10
Strax á unga aldri tók Axel virkan þátt í íþróttum, einkum knattspyrnu og handknattleik. Hann var um margra ára skeið í stjórn Knattspyrnusambands íslands og sat einnig um tíma í stjórn Handknattleikssambands islands, og allt fram til síðustu stundar var hann af Dómsmálaráðuneytinu skipaður eftir- litsmaður með íslenskum getraunum. Árið 1956 kvæntist Axel eftirlifandi konu sinni, Unni Óskarsdóttur. Þau voru einstaklega samrýnd og samhent, áttu fallegt og aðlaðandi heimili og voru bæði gestrisin og vinsæl. Þau eignuðust fjögur börn, en þau eru: Kristín, innanhússarkitekt, Svanhvít, laganemi, Einar Baldvin, laganemi, og Óskar Þór, nemandi. Við Axel vorum samstarfsmenn alla hans starfsævi. Það er því skarð fyrir skildi, þar sem hans nýtur ekki lengur við, en með okkur, sem vorum sam- starfsmenn hans, skipar hann sess, sem aldrei mun gleymast. Guðmundur Pétursson BENEDSKT SIGURJÓNSSON Benedikt Sigurjónsson fyrrverandi hæsta- réttardómari andaðist hinn 16. október 1986 eft- ir skamma sjúkdómslegu. Benedikt fæddist í Hólakoti á Reykjaströnd 24. apríl 1916. Foreldrar hans voru Sigurjón Jónasson bóndi þar og kona hans Margrét Stefánsdóttir. Þau fluttust síðar að Skefilsstöð- um á Skaga. Var Benedikt þá enn á barnsaldri. Haustið 1931 settist Benedikt f 3. bekk Menntaskólans á Akureyri og varð stúdent vorið 1935. Lögfræðiprófi frá Háskóla íslands lauk hann vorið 1940 með mjög hárri einkunn. í febrúar 1941 gerðist hann fulltrúi hjá lög- manninum í Reykjavík en varð fulltrúi borgar- dómarans í Reykjavík eftir skiptingu lögmanns- embættisins árið 1943. Starfaði hann sem full- trúi borgardómara til ársins 1955. Fékk hann þó á þeim árum leyfi frá störfum veturinn 1947-1948 til utanferðar til framhaldsnáms. Dvaldist hann í Dan- mörku og Svíþjóð og kynnti sér skaðabótarétt, sérstaklega réttarreglur er vörðuðu dánarbætur og bætur fyrir örorku. Árið 1955 braut Benedikt Sigurjónsson blað og hvarf að lögmannsstarfi. Keypti hann þá hlut Theodórs B. Líndals hæstaréttarlögmanns í hinni virtu lögfræðiskrifstofu sem Theodór hafði rekið í félagi við feðgana Lárus og Ágúst Fjeldsted hæstaréttarlögmenn. Var Benedikt veitt leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti þegar hinn 28. september 1955 með undanþágu frá prófraun. Vann hann sér skjótt mikið álit sem skarpskyggn og vandvirkur lögmaður. Flutti hann meðal annars á lögmannsárum sínum flest mál fyrir dómstólum fyrir eitt 4

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.