Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 74

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 74
málskots, án þess að málsaðili geri sér einu sinni grein fyrir, hvers vegna lyktir máls urðu með viðkomandi hætti. Er ekki heldur til hag- ræðis fyrir æðri rétt að leysa úr máli, þar sem úrlausn héraðsdóms hefur verið forsendulaus. Sýnist heppilegt af þeim sökum, að leitast sé við að víkja frá aðalreglu 3. tl. 190. gr. eml. um forsenduleysi úr- skurða. Þess má geta, að það hefur verið látið átölulaust af Hæsta- rétti, þótt forsendur hafi fylgt úrskurði skiptaréttar, án þess að krafa hafi komið fram um það af hendi aðilja. Hér á undan hefur lögsaga skiptaréttar verið skilgreind með þeim hætti, að það komi í hans hlut við opinber skipti dánarbús að leysa úr nær öllum kröfum á hendur búinu og til eigna þess, auk þess sem hann getur einn leyst úr ágreiningi varðandi það, hvernig með bú eigi að fara, svonefnd innri málefni bús. Skiptarétt brestur hins vegar almennt lögsögu til að kveða á um skyldu þriðjamanns gagnvart búi. Við úr- lausn um kröfu á hendur búi, hvort sem um fjárkröfu er að ræða eða kröfu um tilkall til hlutar, fela viðbrögð skiptaráðanda við ágreinings- efni í úrskurði yfirleitt ekki annað í sér en það, hvort hann muni við skipti bús taka tiltekna kröfu til greina. Við úrlausn ágreinings um innri málefni bús hljóðar úrskurður á þann veg, að þar lýsir skiptaráð- andi því yfir, hver fyrirætlun hans er um framkvæmd þess atriðis skipt- anna, sem ágreiningur hefur orðið um. Úrskurðir skiptaréttar skapa því í meginatriðum engin réttindi og baka engar skyldur utan vettvangs skipta á viðkomandi búi og mæla aðeins fyrir um, hvernig búskiptun- um verði hagað varðandi hið umdeilda atriði. Ein afleiðingin af því, sem nú hefur verið greint, kemur fram, þeg- ar litið er til þess, hvernig kröfugerð er hagað í skiptaréttarmáli. Al- mennt verður krafa að vera í þeim búningi, að krafist sé tiltekinna við- bragða skiptaráðanda, sem áhrif geta haft á framvindu búskiptanna. Sóknaraðili skiptaréttarmáls getur, svo að dæmi sé nefnt, krafist þess, að bú verði tekið til opinberra skipta, að hlutur verði skrifaður upp sem eign bús, að honum verði afhentur hlutur úr búi eða að fjárkrafa hans á hendur búi verði tekin til greina, þannig að hann fái hana greidda að fullu eða tiltölu við úthlutun úr búinu, eftir því sem efni þess hrökkva til. Sóknaraðili skiptaréttarmáls krefst þess hins vegar ekki, að viðurkenndur vei'ði eignarréttur hans að hlut í vörslum bús eða að því verði slégið föstu, að búi beri að greiða honum fjárkröfu. Þótt orðalag kröfugerðar verði að vera með þeim hætti, sem hér á undan segir, kunna kröfur að geta stuðst við málsástæður annars eðl- is. Sóknaraðili máls, sem krefst afhendingar hlutar úr búi, getur stutt kröfu sína við þá málsástæðu, að hann sé réttur eigandi hlutarins og 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.