Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 27
líkamstjóns, er þar greinir, skal skv. 2. mgr. 178. gr. fullnægja þeim hluta líkamstj ónskrafna, sem ekki fæst greiddur, að réttri tiltölu við aðrar kröfur, af þeirri takmörkunarfjárhæð, er greinir í 3. mgr. 177. gr. Eftir þessari reglu 2. mgr. 178. gr. getur takmörkunarfjárhæð vegna tjóns á munum o.fl. skerst vegna réttar þeirra, sem bíða tjón við líkamsmeiðsl. I 3. mgr. 177. gr. er kveðið á um ábyrgðarmörk vegna allra annarra krafna, sem sæta takmarkaðri ábyrgð, en þeirra, sem getið er í 1. og 2. mgr. 177. gr. Hér skipta mestu máli kröfur vegna glötunar eða skemmda á munum, bæði hlutum, sem skip flytur (farmi, farangri far- þega o.fl.) og hlutum utan skips. Ákvæði 3. mgr. 177. gr. taka einn- ig til krafna út af brottflutningi skipsflaks o.fl., svo og krafna vegna tafa í flutningi farms, farþega eða farangurs. Svo sem getið var í 1. kafla ber að athuga, að ákvæði 2. mgr. 70. gr. (um takmörkun bóta- fjárhæðar fyrir hvert stykki eða flutningseiningu) og 141. gr., sbr. 142. gr. (um takmörkun ábyrgðar vegna farangurstjóns og seinkunar farþega) fela í sér sérstakar reglur um bótaþak vegna einstakra krafna. Hljótist mikið tjón af sama tjónsatviki, t.d. er skip ferst með öllu, sem á því er, geta reglur 3. mgr. 177. gr. um allsherjartakmörk- un ábyrgðar leitt til þess, að einstakir kröfuhafar fái minni bætur en kveðið er á um í 70. eða 141. gr. Þess var áður getið, að 3. mgr. 177. gr. tekur einnig til krafna vegna líkamstjóns, ef takmörkunarfjárhæð eftir 2. mgr. hrekkur ekki til. 1 slíku tilviki getur réttur þess, sem á kröfu vegna líkamstjóns, þrengt bótarétt kröfuhafa vegna tjóns á munum eða almenns fjártjóns. Ábyrgðarmörk 3. mgr. eru mun lægri en mörkin, sem gilda um líkamstjón eftir 2. mgr. Fyrir skip, sem eru 500 rúmlestir eða minni, eru mörkin 167.000 SDR. Vegna stærri skipa hækka ábyrgðarmörkin fyrir hverja rúmlest eftir því, sem nánar segir í 3. mgr. 1 4. mgr. segir, að ábyrgðarmörkin í 1.-3. mgr. gildi „fyrir samtölu allra krafna sem rísa vegna eins og sama atburðar gágnvart útgerðar- manni, eiganda, afnotahafa, farmsamningshafa og umráðamanni (dis- ponent), auk þeirra manna sem þeir bera ábyrgð á.“ í þessu felst meginregla um allsherjartakmörkun bótaábyrgðar. Reglan leiðir í fyrsta lagi til þess, að ábyrgð útgerðarmanns vegna allra samanlagðra bótakrafna, sem raktar verða til sama tjónsatviks, getur ekki orðið meiri en sem nemur fjárhæð ábyrgðarmarks þess, sem við á hverju sinni (Hér er átt við höfuðstól krafna. Vextir og málskostnaður greið- ast, þótt fjárhæð fari við það fram úr ábyrgðarmarki, sjá 6. tl. 175. gr.). Ef ábyrgðarmark er t.d. 167.000 SDR og bótakröfur stofnast 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.