Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 11
af stærstu vátryggingarfélögum landsins, Sjóvátryggingarfélag íslands h.f., auk þess sem fleiri vátryggingarfélög leituðu til hans um ráðgjöf og málflutning. Enda þótt lögmannsstarfið lægi ve! fyrir Benedikt Sigurjónssyni og hann skipaði sér fljótt í fremstu röð lögmanna varð hann ekki rótgróinn í því starfi. Var hann skipaður hæstaréttardómari hinn 22. desember 1965 frá 1. janúar 1966 er dr. Þórður Eyjólfsson fékk lausn frá embætti. Sat Benedikt í dómara- sæti í Hæstarétti í rétt 16 ár eða til ársloka 1981 er hann fékk lausn frá störf- um að eigin ósk. Forseti dómsins var hann árin 1974 og 1975. Benedikt Sigurjónssyni voru falin margvísleg trúnaðarstörf auk aðalstarfa sinna. Hann var varaformaður Kjaradóms 1962-1971, átti sæti í skaðabóta- nefnd samkvæmt lögum nr. 110/1951 árin 1952-1971 og í bifreiða- og um- ferðarlaganefnd 1955-1980. Hann átti oft sæti í nefndum sem unnu að gerð tvísköttunarsamninga við önnur ríki og var formaður tölvuneíndar 1981-1985. Hann átti sæti í ritstjórn Tímarits lögfræðinga 1955-1959 og í ritstjórn Norræns dómasafns (Nordisk Domssamling) 1968-1982. Prófdómari við lagadeild Há- skóla íslands var hann um árabil og allt til æviloka. Honum var og falið að semja ýmis veigamikil lagafrumvörp. Benedikt ritaði allmikið um lögfræðileg efni, bæði í timarit og víðar. Fjallaði hann þar m.a. um efni af vettvangi skaðabótaréttar, sjóréttar og skattaréttar. Ber allt sem hann ritaði vitni um glöggskyggni hans og þekkingu. Drýgstan hluta starfsævi sinnar sinnti Benedikt dómarastörfum. Þau störf féllu honum vel og til þeirra var hann vel fallinn. Hjá honum fóru saman skarp- skyggni, góð dómgreind og traust fræðileg þekking. Hann var gæddur miklu sjálfstrausti og gekk öruggur til átaka við hin vandasömustu viðfangsefni. Er hann hafði brotið mál til mergjar og fundið þá lausn er hann taldi rétta var hann fastur á sinni skoðun en án alls einstrengingsháttar og gaf góðan gaum að andrökum annarra. Honum var lagið að starfa með öðrum og áttu dómara- störfin í Hæstarétti vel við hann. Sjálfgefið er að það kom oft í hlut Benedikts Sigurjónssonar í lögmanns- starfi hans að veita ráð og leiðbeiningar um ýmis lögfræðileg álitamál. í þvi hlutverki naut hann sín einkar vel. Honum var eðlislægt að bregðast fljótt og vel við ef til hans var leitað um ráð í vanda. Kynntist ég því af eigin raun þeg- ar á þeim árum er ég á ungum aldri varð samstarfsmaður hans sem borgar- dómarafulltrúi í Reykjavík. Veit ég raunar ekki til að hann hafi nokkru sinni talið eftir sér að veita ráð þeim sem um þau báðu. Skipti þá engu þótt það kostaði hann bæði tíma og fyrirhöfn. Eljumaður var Benedikt með afbrigðum. Hann hóf árla þann vinnudag sem oft lauk ekki fyrr en siðla kvölds. Var því ekki að undra að afköst hans urðu mikil svo verkhraður sem hann var. Benedikt var víðlesinn, ekki síst í íslenskri sögu. Sturlungu var hann svo handgenginn að með ólíkindum var og hafði hann tilvitnanir í hana á hrað- bergi. Hafði hann þaullesið hana þegar á barnsaldri. Benedikt var glaðbeittur í viðmóti og hégómalaus með öliu. Hann hafði næmt auga fyrir því sem kímilegt var og hvar sem hann kom fylgdi honum hispurslaus glaðværð. Hann var gæddur eðliskostum sem öfluðu honum mik- illa vinsælda meðal allra sem honum kynntust. Árið 1946 kvæntist Benedikt Sigurjónsson eftirlifandi eiginkonu sinni, Fann- eyju Stefánsdóttur, mikilli gerðarkonu. Lifir hún mann sinn. Þau eignuðust 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.