Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 48
að segja, að hún hafi farið hægt af stað. Eftir 5 mánuði höfðu aðeins verið kveðnir upp 3 dómar um samfélagsþjónustu í Kaupmannahöfn. Var þar um að ræða dóma fyrir auðgunarbrot. Einn þessara þriggja dómþola framdi nýtt brot, eftir að dómur gekk, og er hann þar að auki mætti ekki, þegar hann átti að hefja vinnu, var dóminum breytt í ó- skilorðsbundna refsivist. I u.þ.b. 20 öðrum málum hafði komið til álita að beita samfélagsþjónustu, og höfðu farið fram persónukannanir. Átta þessara mála var lokið. 1 einu tilviki var um að ræða ofbeldi gégn lögreglunni. Dæmt var óskilorðsbundið fangelsi með fimm atkvæðum gegn einu, en þessi eini dómari vildi dæma til samfélagsþjónustu. Ákærði var talinn hæfur til samfélagsþjónustu. I öðru tilviki hafði ákærði gerst sekur um auðgunarbrot, en vegna fíkniefnaneyslu var hann talinn óhæf- ur til samfélagsþjónustu og var dæmdur í óskilorðsbundið fangelsi. Hinum 6 málunum lauk með sýknu eða skilorðsdómi án skilorðs um samf élagsþ j ónustu. Það kom mönnum á óvart, hve dómar um samfélagsþjónustu og mál, þar sem hún kom til álita, voru fá. 1 fjölmiðlum var tregðu réttarkerf- isins kennt um, að tilraunaskipanin með samfélagsþjónustu fór svo hægt af stað, og hlutu dómarar nokkurt ámæli fyrir. Því var til svarað, að ekki væri unnt að dæma til samfélagsþjónustu, nema krafa um það kæmi fram. Það væri því ákæruvaldsins og ekki síður verjenda að hafa frumkvæðið og sjá til þess, að persónukönnun færi fram, áður en málið kæmi fyrir dóm. Auðvitað gætu dómarar líka kannað, hvers vegna samfélagsþjónustu væri ekki krafist, einkum í þeim málum, þar sem hún kæmi vel til greina. Þá kom einnig fram það sjónarmið meðal dómara, að meginástæða þess, að svo fáir dómar voru kveðnir upp um samfélagsþjónustu, væri sú, að notkunarsvið samfélagsþjónustu væri mjög þröngt samkvæmt tilraunaskipaninni, þar sem henni skyldi aðeins beitt í ákveðnum til- vikum, þar sem ella hefði verið beitt refsivist. Eftir því virðist hafa verið farið í Kaupmannahöfn. Einnig hefur hér áhrif, að fyrst og fremst á að beita samfélagsþjónustu vegna auðgunarbrota, en einmitt þar var oft beitt skilorðsdómum endranær. Loks var á sama tíma og sam- félagsþjónustan gekk í gildi gerð breyting á hegningarlögum, þar sem refsihámark fyrir auðgunarbrot var lækkað og mælt með aukinni notk- un skilorðsdóma. Niðurstaðan af þessu varð sú, að mælt var með því að stækka tilraunasvæðið til þess að fá fleiri dóma. Frá árinu 1985 hef- ur tilraunaskipanin með samfélagsþjónustu tekið til landsins alls. Um miðjan september 1984 höfðu farið fram persónukannanir í málum 454 einstaklinga. Af þeim töldust um 75% hæfir til að gegna 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.