Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 56
3) Búskipti fara fram samkvæmt skiptalögum í eins konar þrepa- gangi. Opinber skipti hefjast að öðru jöfnu með því, að skipta- ráðandi tekur fyrir beiðni um þá gerð, en komi ekki andmæli fram gegn henni, fer uppskrift eigna búsins fram. Að uppskrift lokinni eru haldnir skiptafundir, þar sem fjallað er um kröfur á hendur búi og um meðferð og ráðstöfun eigna og réttinda þess, og loks um úthlutun úr búinu. Þessar aðgerðir fara allar fram fyrir rétti. Þær ákvarðanir eða aðgerðir, sem skiptaráðandi stendur að í þinghöldum þessum, verða að teljast dómsathafnir. Með ýmsum hætti kemur í hlut skiptaráðanda að framfylgja á- kvörðunum, sem teknar hafa verið í þinghöldum sem þessum, eins og dæmi er nefnt um hér á undan. Þær aðgerðir fara að öðru jöfnu fram utan réttar og kemur skiptaráðandi þar fram sem lögmæltur fyrirsvarsmaður bús, en ekki handhafi dómsvalds. Þessar athafnir verða sjaldnast taldar til dómsathafna. 4) Skiptaráðandi hefur samkvæmt skiptalögum með höndum ýmis önnur viðfangsefni en þau, sem falla innan þess ramma, sem að framan er fjallað um. f hans hlut kemur að veita ýmiss konar leyfi, t.d. leyfi til einkaskipta eða til setu í óskiptu búi. Skiptaráðandi tekur enn fremur við einkaskiptagerð erfingja við lok einkaskipta og greiðslu þeirra á erfðafjárskatti, sem skiptaráðandi ákvarðar álagningu á. Að frátöldu síðastnefndu hlutverki tollheimtumanns verður ekki annað séð en að athafnir sem þessar verið að teljast til dómsathafna, þótt þær eigi sér al- mennt stað utan réttar. 4. LÖGSAGA SKIPTARÉTTAR VIÐ SKIPTI DÁNARBÚA A. Meginreghir 33.-35. gr. skiptalaga Meginákvæði skiptalaga um lögsögu skiptaréttar er að finna annars vegar í 1. mgr. 33. gr. og hins vegar í 35. gr. þeirra. 1 fyrrnefnda á- kvæðinu kemur fram sú regla, að frá því að dánarbú er tekið til opin- berra skipta, skuli bera upp fyrir skiptaráðanda allar kröfur á hendur hinum framliðna og til eftirlátinna muna hans. 1 síðarnefnda ákvæð- inu segir, að skiptaráðandi ákveði og úrskurði, hvernig fara eigi með bú og úthluta því og hvort kröfur gegn því verði teknar til greina. Skiptaráðandi geti hins vegar ekki skyldað neinn til að greiða búi fé eða leysa af hendi verk fyrir það. í 34. gr. skl. eru að auki reglur, sem koma í veg fyrir ákveðnar fullnustugerðir skuldheimtumanna hins látna, eftir að bú hefur verið tekið til opinberra skipta. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.