Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 75

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 75
eigi því tilkall til afhendingar hans. Ef úrskurður skiptaréttar í ágrein- ingsmáli yrði byggður á slíkri málsástæðu, yrðu ályktarorð hans ekki þau, að viðurkenndur væri eignarréttur sóknaraðilans að hlutnum, heldur að hluturinn verði afhentur sóknaraðilanum við búskiptin. Skiptarétturinn er þannig aðeins að lýsa því yfir, hvað hann hyggst sjálfur gera, en ekki að slá því endanlegu föstu, hvernig réttindum málsaðilja sé háttað að öðru leyti. Á sama hátt og nú hefur verið greint hagar varnaraðili í skiptaréttarmáli kröfugerð sinni á þann veg, að hann krefst þess, að kröfum sóknaraðila verði hafnað eða að kveðið verði svo á í úrskurði skiptaréttar, að búskiptum verði hagað á ein- hvern annan tiltekinn veg en þann, sem sóknaraðilinn krefst. Varnar- aðili krefst hins vegar aldrei sýknu, svo sem eðlilegt er, með því að krafa sóknaraðilans miðar ekki að því að fá því slegið föstu, að varn- araðili beri tiltekna skyldu, heldur því að kalla fram tiltekna aðgerð skiptaráðanda við búskiptin. Eins og áður hefur komið fram, getur skiptaréttur með úrskurði sínum í ágreiningsmáli lagt þá skyldu á annan málsaðilann að greiða gagnaðilanum málskostnað. Slík ákvæði í úrskurði eru aðfararhæf. Felst í þessu atriði undantekning frá áðurgreindum sjónarmiðum um, að ekki sé hægt í skiptaréttarmáli að gera kröfu, sem hefur að tilgangi að leggja skyldu á gagnaðila málsins. Álitamál er, á hvern veg úrskurður skiptaréttar á að hljóða, ef komist er að þeirri niðurstöðu, að þeir annmarkar séu á málatilbúnaði sóknaraðilans, sem í almennu einkamáli leiða til frávísunar máls frá dómi. 1 úrskurði skiptaréttar er hvort heldur hægt að hafna kröfum sóknaraðila vegna slíkra annmarka eða vísa málinu frá rétti. Ef farin er sú leið að hafna kröfum sóknaraðila á þessum grundvelli, fylgja þeirri úrlausn engin þau réttaráhrif, sem girða fyrir nýjan málarekstur um ágreiningsefnið, að bættum annmörkum á málatilbúnaði í hinu fyrra máli. Sú orðnotkun, að vísa máli frá rétti, hefur þannig engan sérstakan tilgang annan en þann að árétta, að í úrskurði í málinu sé ekki tekin afstaða til efnishliðar þess. I dómasafni Hæstaréttar má finna dæmi um málalok á báða vegu. Almennt hefur þó verið litið svo á, að skipta- rétti sé rétt að hafna kröfum sóknaraðila í tilvikum sem þessum, en ekki að vísa máli frá rétti. Úrlausnarvald skiptaréttar er, eins og áður hefur komið fram, af- markað með þeim hætti, að úrskurðum hans geta eðli málsins samkvæmt almennt ekki fylgt samsvarandi réttaráhrif og úrlausnum almennra dómstóla um réttindi manna og skyldur. 1 ljósi þess, að úrlausn skipta- réttar tekur almennt afstöðu til þess eins, hvernig fari um tiltekið atriði 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.