Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Page 75

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Page 75
eigi því tilkall til afhendingar hans. Ef úrskurður skiptaréttar í ágrein- ingsmáli yrði byggður á slíkri málsástæðu, yrðu ályktarorð hans ekki þau, að viðurkenndur væri eignarréttur sóknaraðilans að hlutnum, heldur að hluturinn verði afhentur sóknaraðilanum við búskiptin. Skiptarétturinn er þannig aðeins að lýsa því yfir, hvað hann hyggst sjálfur gera, en ekki að slá því endanlegu föstu, hvernig réttindum málsaðilja sé háttað að öðru leyti. Á sama hátt og nú hefur verið greint hagar varnaraðili í skiptaréttarmáli kröfugerð sinni á þann veg, að hann krefst þess, að kröfum sóknaraðila verði hafnað eða að kveðið verði svo á í úrskurði skiptaréttar, að búskiptum verði hagað á ein- hvern annan tiltekinn veg en þann, sem sóknaraðilinn krefst. Varnar- aðili krefst hins vegar aldrei sýknu, svo sem eðlilegt er, með því að krafa sóknaraðilans miðar ekki að því að fá því slegið föstu, að varn- araðili beri tiltekna skyldu, heldur því að kalla fram tiltekna aðgerð skiptaráðanda við búskiptin. Eins og áður hefur komið fram, getur skiptaréttur með úrskurði sínum í ágreiningsmáli lagt þá skyldu á annan málsaðilann að greiða gagnaðilanum málskostnað. Slík ákvæði í úrskurði eru aðfararhæf. Felst í þessu atriði undantekning frá áðurgreindum sjónarmiðum um, að ekki sé hægt í skiptaréttarmáli að gera kröfu, sem hefur að tilgangi að leggja skyldu á gagnaðila málsins. Álitamál er, á hvern veg úrskurður skiptaréttar á að hljóða, ef komist er að þeirri niðurstöðu, að þeir annmarkar séu á málatilbúnaði sóknaraðilans, sem í almennu einkamáli leiða til frávísunar máls frá dómi. 1 úrskurði skiptaréttar er hvort heldur hægt að hafna kröfum sóknaraðila vegna slíkra annmarka eða vísa málinu frá rétti. Ef farin er sú leið að hafna kröfum sóknaraðila á þessum grundvelli, fylgja þeirri úrlausn engin þau réttaráhrif, sem girða fyrir nýjan málarekstur um ágreiningsefnið, að bættum annmörkum á málatilbúnaði í hinu fyrra máli. Sú orðnotkun, að vísa máli frá rétti, hefur þannig engan sérstakan tilgang annan en þann að árétta, að í úrskurði í málinu sé ekki tekin afstaða til efnishliðar þess. I dómasafni Hæstaréttar má finna dæmi um málalok á báða vegu. Almennt hefur þó verið litið svo á, að skipta- rétti sé rétt að hafna kröfum sóknaraðila í tilvikum sem þessum, en ekki að vísa máli frá rétti. Úrlausnarvald skiptaréttar er, eins og áður hefur komið fram, af- markað með þeim hætti, að úrskurðum hans geta eðli málsins samkvæmt almennt ekki fylgt samsvarandi réttaráhrif og úrlausnum almennra dómstóla um réttindi manna og skyldur. 1 ljósi þess, að úrlausn skipta- réttar tekur almennt afstöðu til þess eins, hvernig fari um tiltekið atriði 69

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.