Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 55
Þau lagaákvæði, sem hér að framan eru talin, leiða ein sér til þess, að frekari umfjöllun er óþörf um, hvort skiptaráðandi fari með dóms- vald. Þau svara hins vegar ekki hinu athugunarefninu, sem nefnt er í upphafi þessa kafla, hverjar athafnir skiptaráðanda teljist dómsat- hafnir. Virðist sem í eldri íslenskum og dönskum fræðiritum sé almenn tilhneiging til að draga fram þá niðurstöðu, að flestar, ef ekki allar embættisathafnir skiptaráðanda verði taldar til dómsathafna. Svo að dæmi sé nefnt, hefur því sjónarmiði verið hreyft, að ráðstöfun skipta- ráðanda á eign bús verði talin til dómsathafna. Tilefnið til svo víðtækra ályktana hefur jafnan staðið í tengslum við það, að leitað er skýringa á þeirri staðreynd, að ráðstöfun sem þessari verður ekki haggað með málssókn fyrir almennum dómstólum. I því dæmi, sem að framan er getið, verður ekki með neinu móti séð, að um dómsathöfn geti verið að ræða. Það, að slík ráðstöfun verður ekki borin undir almenna dóm- stóla, kemur ekki til af því, að þarna sé um sjálfstæða dómsathöfn að ræða, heldur hinu, að ákvörðun um, að hún skuli eiga sér stað, hefur áður verið tekin á skiptafundi, sem fram hefur farið fyrir rétti, og telst ákvörðunin sem slík af þeim sökum til dómsathafna. Þörfin fyrir aðgreiningu milli dómsathafna skiptaráðanda annars vegar og annarra embættisathafna hans hins végar er miklu ríkari í öðru sambandi en þessu. Athöfn skiptaráðanda getur ekki sætt málskoti til æðri réttar nema að fullnægðu því frumskilyrði, að þar sé um dómsathöfn að ræða. Þótt þar með verði ekki sagt, að allar dómsathafnir skiptaráðanda geti einar sér orðið andlag málskots, er ástæða til að leitast við að draga mörk milli þeirra og annarra embættisathafna af þessum sökum. Þau viðfangsefni, sem skiptaráðandi hefur með höndum í tengslum við búskipti, eru það fjölbreytileg, að erfitt virðist að móta eina réglu, sem hæfir því hlutverki að skilja á tæmandi hátt milli dómsathafna hans og annarra embættisathafna. Verður vart komist nær niðurstöðu í þessum efnum en með því að taka afstöðu til hvers vafatilviks, og mætti styðjast við eftirfarandi meginsjónarmið til leiðbeiningar í þeim efnum: 1) I þeim tilvikum, sem sérstakar lagaheimildir fela skiptaráð- anda viðfangsefni, sem ekki heyra til búskipta í venjulegum skilningi, verður að gefa sér þau líkindi, að athafnir hans í þeim efnum teljist dómsathafnir. 2) Þegar skiptaráðandi þingar í sérgreindum ágreiningsmálum, svonefndum skiptaréttarmálum, og kveður upp úrlausn sína í þeim, er án vafa um dómsathafnir að ræða. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.