Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 61

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 61
orðum í 34. gr. skl. bann við flestum fógetagerðum gagnvart dánarbúi, svo sem hér greinir: 1) Samkvæmt fyrirmælum 34. gr. skl. fellur kyrrsetning í eign- um dánarbús úr gildi, þegar það er tekið til opinberra skipta. Kyrrsetning verður ekki heldur gerð í eignum bús, sem er til opinberra skipta. Að þessari reglu er lítillega vikið í Hrd. 1962/ 415. 2) 1 34. gr. skl. er ekki fjallað um lögbannsgerð. Sennilegt er, að í flestum tilvikum falli tilefni lögbanns niður við andlát þess, sem viðliaft hefur þá athöfn, sem stöðva ætti með slíkri gerð. Loku er þó ekki fyrir það skotið, að erfingjar hins látna geti fram haldið þeirri háttsemi, sem hér um ræðir. Lögbannsgerð yrði í slíku tilviki beint að þeim og væri dánarbúinu með öllu óviðkomandi. Ef hins vegar er um það að ræða, sem hugsanlegt er, að dánarbúið haldi slíkri athöfn áfram, vaknar sú spurning, hvort sá, sem telur þá athöfn brjóta gegn rétti sínum, eigi að leita atbeina fógeta til að fá hana stöðvaða eða hvort hann eigi að lýsa kröfu um stöðvun hennar fyrir skiptaráðanda. Sú nið- urstaða hefur komið fram um þetta efni í fræðiritum, að með því að 1. mgr. 33. gr. skl. komi í veg fyrir, að hægt sé að fylgja lögbannsgerð eftir með staðfestingarmáli gagnvart dánarbúi, sé sú leið ótæk að fá lögbann lagt við athöfn þess. Nærtækara sýnist þó að leiða réttarreglu um útilokun slíkrar réttargerðar beinlín- is af fyrirmælum 1. mgr. 33. gr. skl., með því að „allar kröfur“ á hendur búi þurfi að gera fyrir skiptarétti. 3) Telja verður þau síðastgreindu rök, sem fram koma hér á undan varðandi lögbannsgerð, leiða til þess, að beinni fógeta- gerð verði ekki beitt til þess að fá eign afhenta úr vörslum dán- arbús eða fá eignir þess bornar af fasteign. Þessi sjónarmið virðast að nokkru eiga stoð í Hrd. 1959/489, að því er útburð- argerð varðar, en af Hrd. 1976/1042 verður leitt, að loku sé skotið fyrir að fá atbeina fógeta til innsetningar í umráð muna, sem dánarbú undir opinberum skiptum hefur í vörslum sínum. Kröf- ur um þessi efni verður því að bera upp fyrir skiptaráðanda. 4) Samkvæmt 34. gr. skl. verður fjárnám ekki gert í eignum dánarbús, sem er undir opinberum skiptum. Hins vegar stendur óhaggað fjárnám, sem gert hefur verið fyrir þann tíma, og leiða opinber skipti dánarbús því ekki til þess, að fjárnámshafi glati rétti til fullnustu af andvirði hins fjárnumda. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.