Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 73

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 73
að sú aðgerð stangist á við reglu 25. gr. skl. Sama þörf aðhalds til þing- sóknar er fyrir hendi í skiptaréttarmálum og almennum einkamálum, sem tapast með öllu, ef útivist leiðir ekki til neinna réttarverkana. Virðist þannig mega nokkuð deila á forsendur og niðurstöður þessa dóms. Samkvæmt 38. gr. skl. á skiptaráðandi að leita sátta um ágreining, sem rís við búskipti. Sátt, sem tekst um ágreining í sérstöku skipta- réttarmáli, hefur sömu réttaráhrif og réttarsátt samkvæmt fyrirmæl- um I. kafla eml., og má fullnægja ákvæðum hennar með aðför, að því leyti sem skuldbindingar samkvæmt henni beinast að öðrum en því dánarbúi, sem ágreiningsmálið hefur tengst. 6. ÚRLAUSNIR SKIPTARÉTTAR I SÉRSTÖKUM SKIPTARÉTTARMÁLUM Úrlausn skiptaréttar í sérstöku skiptaréttarmáli nefnist ávallt úr- skurður, eins og víða kemur fram í ákvæðum skiptalaga og í málskots- réglum 2. tl. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 75/1973, ekki dómur. Samkvæmt 3. tl. 190. gr. eml. eiga forsendur ekki að fylgja ályktar- orði úrskurða skiptaréttar, nemi aðili krefjist þeirra og dómari máls- ins telji ástæðu til, en heimild þessi á aðeins við, ef úrlausnin felur í sér lokaákvörðun réttarins um ágreiningsefnið. Úrskurðir skiptarétt- ar um réttarfarsatriði, sem upp kunna að koma undir rekstri máls, eru þannig ávallt forsendulausir á sama hátt og í málum fyrir almenn- um dómstól. Eins og orðalagi fyrrnefnds lagaákvæðis er háttað, verður báðum þarnefndum skilyrðum að vera fullnægt, til þess að forsendur fylgi ályktarorði úrskurðar. I greinargerð með frumvarpi því, sem varð að lögum nr. 28/1981 og færði í lög ákvæði 3. tl. 190. gr. eml., segir á hinn bóginn, að þar sé lagt til, að forsendur fylgi úrskurði, „ef aðili krefst eða dómari telur það rétt“. Virðist þar gert ráð fyrir því, að annað tveggja þessara skilyrða nægi til þess, að forsendur geti fylgt og þurfi að fylgja úrskurði. Þrátt fyrir þetta misræmi milli lagatexta og grein- argerðar er ljóst, að til þess hefur verið ætlast við setningu laga nr. 28/1981, að meginreglan yrði sú, að forsendur fylgi ekki úrskurðum um lokaniðurstöðu skiptaréttarmála. Er sú regla um margt óeðlileg, enda eru úrskurðir skiptaréttar oftast bæði að umfangi og um úrlausn- arefni sambærilegir við dóma í almennum einkamálum, sem ávallt hafa forsendur að geyma. Forsenduleysi úrlausnar getur hæglega valdið bæði málsaðiljum og æðri rétti, komi til málskots, vandkvæðum að meta, á hverju niðuretaða máls hefur verið byggð. Getur þannig komið til 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.