Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 44
lega heimild til þess að setja það sem skilyrði, að dómþoli sæti sam- félagsþjónustu, þar sem upptaling skilyrða í ákvæðinu er ekki tæm- andi. Verður nú vikið að efnisatriðum í þessum tillögum vinnuhópsins, sem jafnframt eru núgildandi reglur um samfélagsþjónustu í Dan- mörku. Dómur um samfélagsþjónustu felur það í sér, að dómþoli á að vinna ákveðinn fjölda klukkustunda í ólaunuðu starfi, sem skal vera lokið innan ákveðins tíma. Vinnustundir skulu ekki vera færri en 40 og ekki fleiri en 200 (nema í undantekningartilvikum). Sá tími, sem dóm- þoli hefur til að ljúka verkinu, er ákveðinn í hlutfalli við vinnustunda- fjöldann, en má þó ekki vera lengri en 12 mánuðir. Samfélagsþjónusta er ákveðin sem skilyrði í skilorðsdómi og í þeim málum, þar sem til álita kemur að beita samfélagsþjónustu, fer fram könnun á persónulegum högum og aðstæðum hins ákærða. Vinnuhóp- urinn mælti með því, að skilyrðið um samfélagsþjónustu yrði aðeins notað í ákveðnum tilvikum, þar sem áður var beitt óskilorðsbundinni refsivist. Samþykki ákærða er fortakslaust skilyrði fyrir því, að samfélags- þjónusta komi til álita. Þá er átt við, að ákærði hafi fyrir dómi lýst því yfir, að hann væri samþykkur því, að í skilorðsdóm, ef til hans kæmi, væri sett skilyrði um samfélagsþjónustu. I skilyrðinu um samþykki felst hins vegar ekki, að hinn dæmdi þurfi að samþykkja neitt nánar varðandi þetta úrræði, t.d. tímafjölda, afplánunartímalengd, tegund starfs eða hvar eða hvenær eigi að inna það af hendi. Mælt var með því, að ákveðin deild innan fullnustudeildar dómsmála- ráðuneytisins færi með samfélagsþjónustumálin og þau væru þannig aðskilin frá öðrum verkefnum fullnustudeildar. Undir þau fellur út- vegun starfa, samband við stofnanir, eftirlit og persónukönnun. Vinnuhópurinn mælti með því, að rætt yrði við samtök atvinnurek- enda og launþega, áður en farið yrði af stað með samfélagsþjónstu, og var það gert. Varðandi notkunarsvið gerir vinnuhópurinn ráð fyrir, eins og áður segir, að samfélagsþjónustu sé beitt í ákveðnum tilvikum, þar sem áð- ur var beitt óskilorðsbundinni refsivist. Það er auðvitað ókleift að fara alveg eftir þessu í reynd. Það eru mörg tilvik, þar sem álitamál er, hvort skilorðsbinda eigi dóm eða ekki, og hvað úr verður, byggist á mati dómstóla. Þar sem til greina kemur að beita samfélagsþjónustu sem skilyrði, getur oft verið erfitt að meta, hvernig mál í þessum markaflokki hefðu farið, ef ekki hefði verið fyrir hendi heimildin til 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.