Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 35
farmflytjanda og farsala vegna farmtjóns (takmörkun á stykki eða flutningseiningu skv. 70. gr. sigll.) og slysa- eða farangurstjóns far- þega, sbr. 141.-142. gr. sigll. Þessar sérstöku reglur um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda eða farsala varða einstakar kröfur, þ.e. ábyrgðarmörkin taka til hverrar kröfu fyrir sig en ekki allra krafna, sem stafa af tilteknum tjónsatburði. Þó að krafa sæti sérstakri tak- mörkun, getur sú fjárhæð skerst skv. reglunum um allsherjartak- mörkun vegna krafna frá öðrum mönnum, sem beðið hafa tjón við sama tjónsatburð (1. kafli). (2) Reglur um allsherjartakmörkun á ábyrgð útgerðarmanns hrófla ekki að neinu leyti við reglum um stofnun bótaábyrgðar (sbr. 1. mgr. 174. gr. sigll.) eða reglum um mat á tjóni. Takmörkunarreglurnar breyta ekki heldur sérstökum lagaheimildum um lækkun eða niður- fellingu skaðabóta, sbr. einkum 16. gr. sigll. og 60. gr. sjóml. nr. 35/ 1985, sjá 2. mgr. 183. gr. sigll. (3) Ekki er það aðeins útgerðarmaður, sem rétt hefur til að tak- marka ábyrgð sína, heldur einnig eigandi skips, afnotahafi, farmsamn- ingshafi, umráðamaður (disponent), björgunarmaður, svo og sérhver maður, sem einhver fyrrnefndra aðila ber ábyrgð á, sjá nánar 173. gr., sbr. og 4. mgr. 177. gr. sigll. (2. kafli). Hámarksfjárhæðin er sú sama, hvort sem einn þessara aðila er bótaskyldur eða fleiri. Réttur kröfu- hafa verður því ekki meiri, þótt fleiri en einn þeirra, sem njóta góðs af takmörkunarreglunum, beri ábyrgð á tjóninu. (4) Tegundir krafna þeirra, sem takmörkun sæta, eru tæmandi tald- ar í 174. gr. sigll. Er þar bæði um að ræða samningskröfur og bóta- kröfur utan samninga. Kröfur þessar varða fyrst og fremst tjón á mönnum eða munum, en meðal þeirra eru einnig kröfur vegna almenns (hreins) fjártjóns, þ.e. skaða, sem hvorki verður rakinn til slyss á mönnum né skemmda á munum. 1 175. gr. sigll. eru taldar kröfur, sem réttur til að takmarka ábyrgð nær ekki til, enda þótt þær séu þess eðlis, að þær rúmist innan gildissviðs 174. gr. (3. og 4. kafli). (5) Sá, sem ber skaðabótaábyrgð, hefur ekki rétt til að takmarka ábyrgð sína, ef hann hefur sjálfur valdið tjóni af ásetningi eða stór- felldu gáleysi, sbr. nánari skilyrði, sem getur í 176. gr. sigll. (5. kafli). (6) Aðalréglan er sú, að hámarksfjárhæð, sem útgerðarmaður eða annar bótaskyldur getur takmarkað ábyrgð sína við (bótaþak), ræðst af stærð skips, reiknaðri eftir rúmlestatali þess, sjá nánar 177. gr. sigll. Hámarksfjárhæð vegna líkamstjóns farþega miðast þó ekki við rúmmál skips, heldur fjölda farþega, sem heimilt er að flytja með skipinu eftir „vottorðum skipsins,“ 1. mgr. 177. gr. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.