Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 30
með því að greiða eða setja tryggingu fyrir fullri takmörkunarfjárhæð skv. 177. gr. vegna krafna þeirra, sem takmarka skal ábyrgð við vegna sama atburðar, sjá nánar 185. og 186. gr. Greiða skal takmörkunar- féð eða afhenda nægilega tryggingu til Seðlabanka Tslands eða ann- ars banka, sjá nánar 184.-186. gr. Dómari sker úr ágreiningi um bóta- ábyrgð og takmörkun hennar. Ef útgerðarmaður er ábyrgðartryggð- ur vegna skaðabótakrafna, sem gerðar eru, myndi það í framkvæmd vera vátryggingafélag hans, sem leggur fram fé eða setur tryggingu, sbr. 93. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga. Réttur til að bera fyrir sig reglur 9. kafla sigll. um takmörkun ábyrgðar er ekki bundinn því skilyrði, að takmörkunarsjóður sé stofn- aður, sjá nánar 182. gr. sigll. og 9. kafla hér á eftir. Hins vegar veitir stofnun sjóðs bótaskyldum aðila visst hagræði umfram sjálfan rétt- inn til takmörkunar ábyrgðar. 1 fyrsta lagi nýtur sá, sem takmörkunar- sjóð stofnar, verndar gegn kyrrsetningu, fjárnámi eða annarri nauð- ungarfullnustu í skipi eða öðrum eignum, sbr. 180. gr. 1 öðru lagi geta aðrir, sem bótaskyldir eru, borið fyrir sig sömu ábyrgðartak- mörkun og sá, sem sjóð stofnar, sbr. 2. mgr. 179. gr. Njóta þeir einn- ig sömu verndar og stofnandi sjóðsins gegn kyrrsetningu o.þ.h. I þriðja lagi girðir stofnun takmörkunarsjóðs fyrir það, að höfðað sé sérstakt dómsmál hér á landi um bótaábyrgð eða takmörkun ábyrgðar gegn einhverjum þeirra, sem sjóðurinn telst stofnaður fyrir, sbr. 3. mgr. 179. gr. Ákvæðin um takmörkunarsjóð og mál vegna takmörkunar ábyrgðar fela með öðrum orðum í sér fyrirmæli um, hvernig framkvæma skuli meginregluna í 4. mgr. 177. gr. um, að ábyrgðarmörk 177. gr. gildi fyrir samtölu allra krafna, sem rísa vegna sama atburðar gagnvart út- gerðarmanni og öðrum, sem borið geta fyrir sig takmörkun ábyrgðar. Með reglum þessum er stefnt að því að beina öllum ágreinirigi um kröfur og takmörkun ábyrgðar vegna tiltekins atburðar á einn stað, til þess að þeim verði fullnægt í einu lokauppgjöri. Þessi skipan líkist að sumu leyti gjaldþrotaskiptum. Þær reglur sigll., sem hér um ræðir, gilda aðeins um stofnun tak- mörkunarsjóðs á Tslandi og mál fyrir íslenskum dómstólum. Hyggist útgerðarmaður eða annar bótaskyldur stofna takmörkunarsj óð erlend- is, verður hann að fara eftir reglum þeim, sem þar gilda. Um réttar- áhrif þess, að takmörkunarsj óður er stofnaður í öðru ríki (sem er aðili að Lundúnasamningnum frá 1976), sjá 180. gr. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.