Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Page 30

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Page 30
með því að greiða eða setja tryggingu fyrir fullri takmörkunarfjárhæð skv. 177. gr. vegna krafna þeirra, sem takmarka skal ábyrgð við vegna sama atburðar, sjá nánar 185. og 186. gr. Greiða skal takmörkunar- féð eða afhenda nægilega tryggingu til Seðlabanka Tslands eða ann- ars banka, sjá nánar 184.-186. gr. Dómari sker úr ágreiningi um bóta- ábyrgð og takmörkun hennar. Ef útgerðarmaður er ábyrgðartryggð- ur vegna skaðabótakrafna, sem gerðar eru, myndi það í framkvæmd vera vátryggingafélag hans, sem leggur fram fé eða setur tryggingu, sbr. 93. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga. Réttur til að bera fyrir sig reglur 9. kafla sigll. um takmörkun ábyrgðar er ekki bundinn því skilyrði, að takmörkunarsjóður sé stofn- aður, sjá nánar 182. gr. sigll. og 9. kafla hér á eftir. Hins vegar veitir stofnun sjóðs bótaskyldum aðila visst hagræði umfram sjálfan rétt- inn til takmörkunar ábyrgðar. 1 fyrsta lagi nýtur sá, sem takmörkunar- sjóð stofnar, verndar gegn kyrrsetningu, fjárnámi eða annarri nauð- ungarfullnustu í skipi eða öðrum eignum, sbr. 180. gr. 1 öðru lagi geta aðrir, sem bótaskyldir eru, borið fyrir sig sömu ábyrgðartak- mörkun og sá, sem sjóð stofnar, sbr. 2. mgr. 179. gr. Njóta þeir einn- ig sömu verndar og stofnandi sjóðsins gegn kyrrsetningu o.þ.h. I þriðja lagi girðir stofnun takmörkunarsjóðs fyrir það, að höfðað sé sérstakt dómsmál hér á landi um bótaábyrgð eða takmörkun ábyrgðar gegn einhverjum þeirra, sem sjóðurinn telst stofnaður fyrir, sbr. 3. mgr. 179. gr. Ákvæðin um takmörkunarsjóð og mál vegna takmörkunar ábyrgðar fela með öðrum orðum í sér fyrirmæli um, hvernig framkvæma skuli meginregluna í 4. mgr. 177. gr. um, að ábyrgðarmörk 177. gr. gildi fyrir samtölu allra krafna, sem rísa vegna sama atburðar gagnvart út- gerðarmanni og öðrum, sem borið geta fyrir sig takmörkun ábyrgðar. Með reglum þessum er stefnt að því að beina öllum ágreinirigi um kröfur og takmörkun ábyrgðar vegna tiltekins atburðar á einn stað, til þess að þeim verði fullnægt í einu lokauppgjöri. Þessi skipan líkist að sumu leyti gjaldþrotaskiptum. Þær reglur sigll., sem hér um ræðir, gilda aðeins um stofnun tak- mörkunarsjóðs á Tslandi og mál fyrir íslenskum dómstólum. Hyggist útgerðarmaður eða annar bótaskyldur stofna takmörkunarsj óð erlend- is, verður hann að fara eftir reglum þeim, sem þar gilda. Um réttar- áhrif þess, að takmörkunarsj óður er stofnaður í öðru ríki (sem er aðili að Lundúnasamningnum frá 1976), sjá 180. gr. 24

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.