Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 58
Hafi mál verið höfðað fyrir almennum dómstól fyrir andlát stefnda og heimilt er samkvæmt 2. mgr. 33. gr. skl. að halda málinu þar áfram, kemur hvorki fram í skiptalögum né í áður ívitnuðu ákvæði 54. gr. eml., hvort sú skylda hvíli á gagnaðila hins látna eða dómstólnum að til- kynna skiptaráðanda sérstaklega um rekstur málsins. Um það, hvort slík skylda telst vera fyrir hendi, hafa verið skiptar skoðanir í fræði- ritum. Ætla verður, að eftir lögfestingu 2. mgr. 113. gr. gþl., sem mæl- ir fyrir um slíka skyldu, ef bú stefnda í máli fyrir almennum dóm- stól er tekið til gjaldþrotaskipta, verði talið heimilt að beita þeirri reglu með lögjöfnun, ef hinn stefndi fellur frá, meðan á rekstri slíks máls stendur. Skiptar skoðanir hafa verið um það í eldri fræðiritum, hvort regla 1. mgr. 33. gr. skl. taki yfirleitt til annarra krafna en fjárkrafna á hend- ur látnum manni. Hefur í sumum tilvikum verið komist að þeirri nið- urstöðu, að sá, sem telur til eignarréttar yfir hlut í vörslum dánarbús, geti höfðað mál gegn því með venjulegum hætti til þess að fá dóm um tilkall sitt til hlutarins. Um þetta atriði verður að líta til þess, að í 1. mgr. 33. gr. skl. segir, að bera skuli upp fyrir skiptaráðanda „allar kröfur“ á hendur hinum látna. Þetta orðalag gefur ekki tilefni til að álykta, að þar sé aðeins átt við fjárkröfur. Þá kemur fram með óbein- um hætti í 3. mgr. 12. gr. skl., að til þess sé ætlast, að sá, sem telur til réttar yfir hlut í vörslum bús, eigi að bera kröfu sína upp fyrir skipta- ráðanda. Ennfremur hefur verið bent á, að ef ætlunin hefði verið, að mál til heimtu hlutar yrði höfðað gegn búi fyrir almennum dómstól- um, hefði sú regla orðið að koma berum orðum fram í skiptalögunum, með sama hætti og ástæða hefur þótt til að taka af tvímæli um 2. mgr. 33. gr. laganna um þargreinda aðstöðu. Réttarframkvæmd bæði hér- lendis og í Danmörku, þar sem búið er við samhljóða lög að þessu leyti, hefur verið án undantekninga á þann veg, að mál verði ekki höfð- að gegn búi af þessu tilefni fyrir almennum dómstólum. Álitaefni getur verið, hvort þau atvik, að dánarbú höfðar mál á hendur manni, sem telur til gagnkröfu gegn búinu, leiði til undantekn- inga frá áðurgreindum reglum. Almennt hefur niðurstaðan orðið sú, að gagnaðili búsins í slíku máli geti ekki höfðað gagnsök gégn því fyrir almennum dómstólum og sé því bundinn af reglu 1. mgr. 33. gr. skl. um að lýsa kröfu sinni í búið, að minnsta kosti að því leyti sem hún er hærri en krafa búsins á hendur honum. Þessi niðurstaða hefur þó ver- ið umdeild, en hérlendis hefur ekki reynt á þetta álitaefni fyrir dómi, svo að vitað sé. Hins vegar hefur almennt verið álitið, að halda megi uppi gagnkröfu á hendur búi til skuldajafnaðar í málum sem þessum. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.