Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Side 58

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Side 58
Hafi mál verið höfðað fyrir almennum dómstól fyrir andlát stefnda og heimilt er samkvæmt 2. mgr. 33. gr. skl. að halda málinu þar áfram, kemur hvorki fram í skiptalögum né í áður ívitnuðu ákvæði 54. gr. eml., hvort sú skylda hvíli á gagnaðila hins látna eða dómstólnum að til- kynna skiptaráðanda sérstaklega um rekstur málsins. Um það, hvort slík skylda telst vera fyrir hendi, hafa verið skiptar skoðanir í fræði- ritum. Ætla verður, að eftir lögfestingu 2. mgr. 113. gr. gþl., sem mæl- ir fyrir um slíka skyldu, ef bú stefnda í máli fyrir almennum dóm- stól er tekið til gjaldþrotaskipta, verði talið heimilt að beita þeirri reglu með lögjöfnun, ef hinn stefndi fellur frá, meðan á rekstri slíks máls stendur. Skiptar skoðanir hafa verið um það í eldri fræðiritum, hvort regla 1. mgr. 33. gr. skl. taki yfirleitt til annarra krafna en fjárkrafna á hend- ur látnum manni. Hefur í sumum tilvikum verið komist að þeirri nið- urstöðu, að sá, sem telur til eignarréttar yfir hlut í vörslum dánarbús, geti höfðað mál gegn því með venjulegum hætti til þess að fá dóm um tilkall sitt til hlutarins. Um þetta atriði verður að líta til þess, að í 1. mgr. 33. gr. skl. segir, að bera skuli upp fyrir skiptaráðanda „allar kröfur“ á hendur hinum látna. Þetta orðalag gefur ekki tilefni til að álykta, að þar sé aðeins átt við fjárkröfur. Þá kemur fram með óbein- um hætti í 3. mgr. 12. gr. skl., að til þess sé ætlast, að sá, sem telur til réttar yfir hlut í vörslum bús, eigi að bera kröfu sína upp fyrir skipta- ráðanda. Ennfremur hefur verið bent á, að ef ætlunin hefði verið, að mál til heimtu hlutar yrði höfðað gegn búi fyrir almennum dómstól- um, hefði sú regla orðið að koma berum orðum fram í skiptalögunum, með sama hætti og ástæða hefur þótt til að taka af tvímæli um 2. mgr. 33. gr. laganna um þargreinda aðstöðu. Réttarframkvæmd bæði hér- lendis og í Danmörku, þar sem búið er við samhljóða lög að þessu leyti, hefur verið án undantekninga á þann veg, að mál verði ekki höfð- að gegn búi af þessu tilefni fyrir almennum dómstólum. Álitaefni getur verið, hvort þau atvik, að dánarbú höfðar mál á hendur manni, sem telur til gagnkröfu gegn búinu, leiði til undantekn- inga frá áðurgreindum reglum. Almennt hefur niðurstaðan orðið sú, að gagnaðili búsins í slíku máli geti ekki höfðað gagnsök gégn því fyrir almennum dómstólum og sé því bundinn af reglu 1. mgr. 33. gr. skl. um að lýsa kröfu sinni í búið, að minnsta kosti að því leyti sem hún er hærri en krafa búsins á hendur honum. Þessi niðurstaða hefur þó ver- ið umdeild, en hérlendis hefur ekki reynt á þetta álitaefni fyrir dómi, svo að vitað sé. Hins vegar hefur almennt verið álitið, að halda megi uppi gagnkröfu á hendur búi til skuldajafnaðar í málum sem þessum. 52

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.