Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 59

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 59
Þetta atriði getur þó verið háð vafa, ef atvik eru þau, að dánarbú höfðar mál á hendur manni eftir lok kröfulýsingarfrests í búið, og sá krefst sýknu á grundvelli gagnkröfu, sem hann hefur ekki lýst í búið. Eftir almennum réglum um réttindamissi vegna vanlýsingar ætti gagn- krafa undir þessum kringumstæðu að hafa fallið niður. Þetta er þó síður en svo óumdeilt. Eftir því sem best verður séð, er hvergi komið nærri því að taka á þessu álitaefni í lögum nema í 2. tl. 32. gr. gþk, þar sem fjallað er um rétt til skuldajafnaðar gagnvart þrotabúi. Kemur þar fram sú regla, að þrotabú megi ekki framselja viðskiptabréf sín fyrr en að liðnum kröfulýsingarfresti og ekki heldur síðar, hafi mót- kröfu verið lýst og framsal yrði til þess, að réttur til skuldajafnaðar glatast. Sú afstaða, sem fram kemur í þessu ákvæði, að banna framsal fyrr en kröfulýsingarfrestur er á enda, virðist byggja á þeirri grund- vallarforsendu, að réttur til að gera gagnkröfu til skuldajafnaðar glatist við vanlýsingu og fyrst eftir lok kröfulýsingarfrests megi slá því föstu, að gild gagnkrafa muni ekki koma fram. Verður að ætla, að þessi rök veiti þeim sjónarmiðum nokkurn stuðning, að gágnaðili bús geti ekki notað vanlýsta gagnkröfu til skuldajafnaðar við kröfu búsins á hend- ur honum. Við opinber skipti dánarbús geta aðstæður verið þær, að hinn látni hafi með öðrum staðið í sólidarískri ábyrgð fyrir efndum kröfu. Kröfu- hafi getur ekki undir þessum kringumstæðum fengið aðfararheimild gagnvart samskuldurum hins látna með því einu að lýsa kröfum sínum í dánarbúið. Ákvæði 1. mgr. 33. gr. skl. standa á hinn bóginn í vegi fyr- ir því, að hann geti stefnt dánarbúi ásamt samskuldurum þess fyrir al- menna dómstóla, eins og fram kemur í Hrd. 1962/907 og 1964/350. 1 þeim tilvikum hafði skiptaráðanda fyrir hönd dánarbús verið stefnt ásamt öðrum til að þola dóm um greiðsluskyldu. Með dómum Hæsta- réttar í málum þessum var kröfum á hendur dánarbúunum vísað sjálf- krafa frá héraðsdómi á grundvelli áðurnefndrar reglu, en málin dæmd að efni til gagnvart samaðilum þeirra. Af þessum niðurstöðum er ljóst, að aðrir valkostir eru ekki í aðstöðu sem þessari en að skuldareigandi lýsi kröfu sinni í búið, að því er varðar hinn látna skuldara, en höfði mál með venjulegum hætti á hendur öðrum skuldurum. Ef fyrir hendi eru skilyrði 220. gr. eml. til þess að höfða mál sem eignardómsmál, kemur ekki til álita, að 1. mgr. 33. gr. skl. girði fyr- ir þá meðferð, og ætti hinn almenni dómstóll lögsögu í slíku máli, þótt dánarbú teldi til betri réttar. Yrði dánarbú, þegar svo er ástatt, að taka til varna í málinu með venjulegum hætti. Sömu sjónarmið eiga við, ef ógildingardómsmál er höfðað að hætti XIX. kafla eml. vegna skjals, sem 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.