Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 49
samfélagsþjónustu. Þá höfðu 144 fengið skilorðsdóm með skilorði um samfélagsþjónustu, þ.e. rúmlega 40% þeirra, sem töldust hæfir. Hér ber þó þess að gæta, að ekki þarf að hafa verið búið að dæma í málum allra þeirra, er töldust hæfir. Af þessum 144 dónium um samfélags- þjónustu voru 92 kveðnir upp í Kaupmannahöfn og 52 í Álaborg. Skipting dómanna eftir kynjum var þannig, að 137 karlar höfðu hlotið dóm um samfélagsþjónustu, en 7 konur. Ef litið er á fjölda dóma miðað við aldur dómþola, kemur í ljós, að af þessum 92 dómþolum, sem fengu samfélagsþjónustu í Kaupmanna- höfn, voru flestir, eða 34, á aldrinum 21-25 ára, 18 voru 31-40 ára, 16 voru 18-20 ára og 14 á aldrinum 26-30 ára. 1 Álaborg voru hins vegar flestir dómþolar, eða 16 af alls 52, á aldrinum 31-40 ára, 12 voru 21-25 ára og einnig 12 eldri en 40 ára. Eftir brotategundum skiptust dómarnir þannig, að í Kaupmannahöfn voru alls 57 dómar fyrir auðgunarbrot, þar af 20 fyrir þjófnað. 14 hlutu dóm um samfélagsþjónustu fyrir fíkniefnabrot og 12 fyrir ofbeldis- brot. I Álaborg voru 49 af dómunum 52 fyrir auðgunarbrot, þar af 16 vegna þjófnaðar. Af þeim 144 einstaklingum, sem höfðu fengið dóm um samfélags- þjónustu, höfðu 18 rofið skilorð eða vanrækt að einhverju leyti vinnu- skyldu sína. Þar sem heimildin til að beita samfélagsþjónustu tekur nú til lands- ins alls, hefur dómum með þessu sérstaka skilyrði auðvitað fjölgað. Hinn 30. október 1986 höfðu verið kveðnir upp 666 dómar með skilyrði um samfélagsþjónustu, þar af 228 í Kaupmannahöfn og 107 í Álaborg. Eftir brotategundum skiptust þessir 666 dómar þannig, að 240 voru fyrir þjófnað, 47 fyrir rán og 248 fyrir önnur auðgunarbrot. Dómar fyrir ofbeldisbrot voru 47 en 42 fyrir fíkniefnabrot. 5 dómar voru fyr- ir kynferðisbrot, en afgangurinn, þ.e. 37 dómar, skiptist á ýmsar aðr- ar brotategundii'. Þegar þetta er ritað, liggja ekki fyrir upplýsingar um skiptingu þessara 666 dóma eftir aldri og kyni dómþola. IV. LOKAORÐ. Hér hefur verið gerð grein fyrir reglunum um samfélagsþjónustu í Danmörku og þeirri reynslu, sem þar hefur fengist af þessu úrræði. Flestir virðast sammála um, að sú reynsla sé jákvæð. Ekki hefur verið vandkvæðum bundið að finna næg störf handa dómþolum, og samstarf við stofnanir, sem tekið hafa dómþola í vinnu, hefur gengið vel. Fáir 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.