Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Page 49

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Page 49
samfélagsþjónustu. Þá höfðu 144 fengið skilorðsdóm með skilorði um samfélagsþjónustu, þ.e. rúmlega 40% þeirra, sem töldust hæfir. Hér ber þó þess að gæta, að ekki þarf að hafa verið búið að dæma í málum allra þeirra, er töldust hæfir. Af þessum 144 dónium um samfélags- þjónustu voru 92 kveðnir upp í Kaupmannahöfn og 52 í Álaborg. Skipting dómanna eftir kynjum var þannig, að 137 karlar höfðu hlotið dóm um samfélagsþjónustu, en 7 konur. Ef litið er á fjölda dóma miðað við aldur dómþola, kemur í ljós, að af þessum 92 dómþolum, sem fengu samfélagsþjónustu í Kaupmanna- höfn, voru flestir, eða 34, á aldrinum 21-25 ára, 18 voru 31-40 ára, 16 voru 18-20 ára og 14 á aldrinum 26-30 ára. 1 Álaborg voru hins vegar flestir dómþolar, eða 16 af alls 52, á aldrinum 31-40 ára, 12 voru 21-25 ára og einnig 12 eldri en 40 ára. Eftir brotategundum skiptust dómarnir þannig, að í Kaupmannahöfn voru alls 57 dómar fyrir auðgunarbrot, þar af 20 fyrir þjófnað. 14 hlutu dóm um samfélagsþjónustu fyrir fíkniefnabrot og 12 fyrir ofbeldis- brot. I Álaborg voru 49 af dómunum 52 fyrir auðgunarbrot, þar af 16 vegna þjófnaðar. Af þeim 144 einstaklingum, sem höfðu fengið dóm um samfélags- þjónustu, höfðu 18 rofið skilorð eða vanrækt að einhverju leyti vinnu- skyldu sína. Þar sem heimildin til að beita samfélagsþjónustu tekur nú til lands- ins alls, hefur dómum með þessu sérstaka skilyrði auðvitað fjölgað. Hinn 30. október 1986 höfðu verið kveðnir upp 666 dómar með skilyrði um samfélagsþjónustu, þar af 228 í Kaupmannahöfn og 107 í Álaborg. Eftir brotategundum skiptust þessir 666 dómar þannig, að 240 voru fyrir þjófnað, 47 fyrir rán og 248 fyrir önnur auðgunarbrot. Dómar fyrir ofbeldisbrot voru 47 en 42 fyrir fíkniefnabrot. 5 dómar voru fyr- ir kynferðisbrot, en afgangurinn, þ.e. 37 dómar, skiptist á ýmsar aðr- ar brotategundii'. Þegar þetta er ritað, liggja ekki fyrir upplýsingar um skiptingu þessara 666 dóma eftir aldri og kyni dómþola. IV. LOKAORÐ. Hér hefur verið gerð grein fyrir reglunum um samfélagsþjónustu í Danmörku og þeirri reynslu, sem þar hefur fengist af þessu úrræði. Flestir virðast sammála um, að sú reynsla sé jákvæð. Ekki hefur verið vandkvæðum bundið að finna næg störf handa dómþolum, og samstarf við stofnanir, sem tekið hafa dómþola í vinnu, hefur gengið vel. Fáir 43

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.