Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 17
heilt skip, hluta af skipi eða flutning á stykkjagóssi (stykkjavöru). Réttur farmsamningshafa til takmörkunar ábyrgðar getur t.d. skipt máli, þegar farmsamningshafi tímabundins farmsamnings er skuld- bundinn skv. farmskírteinum um farm í skipi, er ferst með öllu, sem á því er. Einnig er í 1. mgr. 173. gr. nefndur „umráðamaður (disponent)“. Hér er haldið þýðingu 212. gr. sigll. 1963 á orðinu „disponent“, en það orð er notað í öðrum norrænum siglingalögum. Má deila um, hvort það sé heppilegt. „Disponent“ er sá, sem í reynd rekur skip fyrir hönd út- gerðarmanns.5 Rétt til takmörkunar skv. 1. mgr. 173. gr. hefur ennfremur hver sá, sem starfar í beinu sambandi við björgun skips, þ.m.t. störf, sem getið er í 4., 5. og 6. tl. 1. mgr. 174. gr. Þetta er nýmæli, m.a. að því leyti, að það tekur til björgunarmanna, er athafna sig ekki frá skipi, t.d. úr flug- vél eða úr landi eða eirigöngu frá skipi því, sem þeir eru að bjarga. Eftir sigll. 1963 gátu ekki aðrir bj örgunarmenn notið reglnanna um takmörkun ábyrgðar en þeir, sem athöfnuðu sig frá öðru skipi en því, sem statt var í hættu.6 1 2. mgr. 173. gr. segir, að einnig geti takmarkað ábyrgð sína „Þeir menn, sem útgerðarmaður eða aðrir, sem nefndir eru í 1. mgr., bera ábyrgð á, svo sem sjálfstæðir verktakar, ef því er að skipta“. Ákvæði þetta tekur til nokkru fleiri manna en hliðstætt ákvæði í 1. mgr. 212. gr. sigll. 1963. Nú geta m.a. sjálfstæðir aðilar, sem annast fermingu eða affermingu skips, og starfsmenn þeirra takmarkað ábyrgð sína. 1 3. mgr. 173. gr. er einnig nýmæli. Samkvæmt því hefur sá, „sem tekur að sér að tryggja gegn ábyrgð á kröfu sem sætir takmörkun ábyrgðar“ sömu heimild til takmörkunar og vátryggður sjálfur. Hér er átt við vátryggingafélag, sem selt hefur útgerðarmanni eða öðrum ábyrgðartryggingu. Ákvæði efnisléga hliðstæð þessu eru komin í önn- ur norræn siglingalög úr Lundúnasamningnum frá 1976. Ljóst er, að ábyrgðartryggj andi aðila, sem rétt hefur til að takmarka ábyrgð sína, myndi eftir íslenskum (og öðrum norrænum) rétti njóta góðs af ábyrgðartakmörkun, þótt ákvæði þetta væri ekki í lögum. 5 Um hugtakið „disponent" sjá Falkanger og Bull, bls. 88, Nordiske Domme i Sjðfarts- anliggender 1963, bls. IX-XI og Betænkning nr. 315/1962, bls. 30. 6 Um rök fyrir þessu nýmæli sjá NOU 1980:55, bls. 14 og Wetterstein (1985), bls. 3. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.