Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Side 35
farmflytjanda og farsala vegna farmtjóns (takmörkun á stykki eða flutningseiningu skv. 70. gr. sigll.) og slysa- eða farangurstjóns far- þega, sbr. 141.-142. gr. sigll. Þessar sérstöku reglur um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda eða farsala varða einstakar kröfur, þ.e. ábyrgðarmörkin taka til hverrar kröfu fyrir sig en ekki allra krafna, sem stafa af tilteknum tjónsatburði. Þó að krafa sæti sérstakri tak- mörkun, getur sú fjárhæð skerst skv. reglunum um allsherjartak- mörkun vegna krafna frá öðrum mönnum, sem beðið hafa tjón við sama tjónsatburð (1. kafli). (2) Reglur um allsherjartakmörkun á ábyrgð útgerðarmanns hrófla ekki að neinu leyti við reglum um stofnun bótaábyrgðar (sbr. 1. mgr. 174. gr. sigll.) eða reglum um mat á tjóni. Takmörkunarreglurnar breyta ekki heldur sérstökum lagaheimildum um lækkun eða niður- fellingu skaðabóta, sbr. einkum 16. gr. sigll. og 60. gr. sjóml. nr. 35/ 1985, sjá 2. mgr. 183. gr. sigll. (3) Ekki er það aðeins útgerðarmaður, sem rétt hefur til að tak- marka ábyrgð sína, heldur einnig eigandi skips, afnotahafi, farmsamn- ingshafi, umráðamaður (disponent), björgunarmaður, svo og sérhver maður, sem einhver fyrrnefndra aðila ber ábyrgð á, sjá nánar 173. gr., sbr. og 4. mgr. 177. gr. sigll. (2. kafli). Hámarksfjárhæðin er sú sama, hvort sem einn þessara aðila er bótaskyldur eða fleiri. Réttur kröfu- hafa verður því ekki meiri, þótt fleiri en einn þeirra, sem njóta góðs af takmörkunarreglunum, beri ábyrgð á tjóninu. (4) Tegundir krafna þeirra, sem takmörkun sæta, eru tæmandi tald- ar í 174. gr. sigll. Er þar bæði um að ræða samningskröfur og bóta- kröfur utan samninga. Kröfur þessar varða fyrst og fremst tjón á mönnum eða munum, en meðal þeirra eru einnig kröfur vegna almenns (hreins) fjártjóns, þ.e. skaða, sem hvorki verður rakinn til slyss á mönnum né skemmda á munum. 1 175. gr. sigll. eru taldar kröfur, sem réttur til að takmarka ábyrgð nær ekki til, enda þótt þær séu þess eðlis, að þær rúmist innan gildissviðs 174. gr. (3. og 4. kafli). (5) Sá, sem ber skaðabótaábyrgð, hefur ekki rétt til að takmarka ábyrgð sína, ef hann hefur sjálfur valdið tjóni af ásetningi eða stór- felldu gáleysi, sbr. nánari skilyrði, sem getur í 176. gr. sigll. (5. kafli). (6) Aðalréglan er sú, að hámarksfjárhæð, sem útgerðarmaður eða annar bótaskyldur getur takmarkað ábyrgð sína við (bótaþak), ræðst af stærð skips, reiknaðri eftir rúmlestatali þess, sjá nánar 177. gr. sigll. Hámarksfjárhæð vegna líkamstjóns farþega miðast þó ekki við rúmmál skips, heldur fjölda farþega, sem heimilt er að flytja með skipinu eftir „vottorðum skipsins,“ 1. mgr. 177. gr. 29

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.