Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Side 44

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Side 44
lega heimild til þess að setja það sem skilyrði, að dómþoli sæti sam- félagsþjónustu, þar sem upptaling skilyrða í ákvæðinu er ekki tæm- andi. Verður nú vikið að efnisatriðum í þessum tillögum vinnuhópsins, sem jafnframt eru núgildandi reglur um samfélagsþjónustu í Dan- mörku. Dómur um samfélagsþjónustu felur það í sér, að dómþoli á að vinna ákveðinn fjölda klukkustunda í ólaunuðu starfi, sem skal vera lokið innan ákveðins tíma. Vinnustundir skulu ekki vera færri en 40 og ekki fleiri en 200 (nema í undantekningartilvikum). Sá tími, sem dóm- þoli hefur til að ljúka verkinu, er ákveðinn í hlutfalli við vinnustunda- fjöldann, en má þó ekki vera lengri en 12 mánuðir. Samfélagsþjónusta er ákveðin sem skilyrði í skilorðsdómi og í þeim málum, þar sem til álita kemur að beita samfélagsþjónustu, fer fram könnun á persónulegum högum og aðstæðum hins ákærða. Vinnuhóp- urinn mælti með því, að skilyrðið um samfélagsþjónustu yrði aðeins notað í ákveðnum tilvikum, þar sem áður var beitt óskilorðsbundinni refsivist. Samþykki ákærða er fortakslaust skilyrði fyrir því, að samfélags- þjónusta komi til álita. Þá er átt við, að ákærði hafi fyrir dómi lýst því yfir, að hann væri samþykkur því, að í skilorðsdóm, ef til hans kæmi, væri sett skilyrði um samfélagsþjónustu. I skilyrðinu um samþykki felst hins vegar ekki, að hinn dæmdi þurfi að samþykkja neitt nánar varðandi þetta úrræði, t.d. tímafjölda, afplánunartímalengd, tegund starfs eða hvar eða hvenær eigi að inna það af hendi. Mælt var með því, að ákveðin deild innan fullnustudeildar dómsmála- ráðuneytisins færi með samfélagsþjónustumálin og þau væru þannig aðskilin frá öðrum verkefnum fullnustudeildar. Undir þau fellur út- vegun starfa, samband við stofnanir, eftirlit og persónukönnun. Vinnuhópurinn mælti með því, að rætt yrði við samtök atvinnurek- enda og launþega, áður en farið yrði af stað með samfélagsþjónstu, og var það gert. Varðandi notkunarsvið gerir vinnuhópurinn ráð fyrir, eins og áður segir, að samfélagsþjónustu sé beitt í ákveðnum tilvikum, þar sem áð- ur var beitt óskilorðsbundinni refsivist. Það er auðvitað ókleift að fara alveg eftir þessu í reynd. Það eru mörg tilvik, þar sem álitamál er, hvort skilorðsbinda eigi dóm eða ekki, og hvað úr verður, byggist á mati dómstóla. Þar sem til greina kemur að beita samfélagsþjónustu sem skilyrði, getur oft verið erfitt að meta, hvernig mál í þessum markaflokki hefðu farið, ef ekki hefði verið fyrir hendi heimildin til 38

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.