Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Page 61

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Page 61
orðum í 34. gr. skl. bann við flestum fógetagerðum gagnvart dánarbúi, svo sem hér greinir: 1) Samkvæmt fyrirmælum 34. gr. skl. fellur kyrrsetning í eign- um dánarbús úr gildi, þegar það er tekið til opinberra skipta. Kyrrsetning verður ekki heldur gerð í eignum bús, sem er til opinberra skipta. Að þessari reglu er lítillega vikið í Hrd. 1962/ 415. 2) 1 34. gr. skl. er ekki fjallað um lögbannsgerð. Sennilegt er, að í flestum tilvikum falli tilefni lögbanns niður við andlát þess, sem viðliaft hefur þá athöfn, sem stöðva ætti með slíkri gerð. Loku er þó ekki fyrir það skotið, að erfingjar hins látna geti fram haldið þeirri háttsemi, sem hér um ræðir. Lögbannsgerð yrði í slíku tilviki beint að þeim og væri dánarbúinu með öllu óviðkomandi. Ef hins vegar er um það að ræða, sem hugsanlegt er, að dánarbúið haldi slíkri athöfn áfram, vaknar sú spurning, hvort sá, sem telur þá athöfn brjóta gegn rétti sínum, eigi að leita atbeina fógeta til að fá hana stöðvaða eða hvort hann eigi að lýsa kröfu um stöðvun hennar fyrir skiptaráðanda. Sú nið- urstaða hefur komið fram um þetta efni í fræðiritum, að með því að 1. mgr. 33. gr. skl. komi í veg fyrir, að hægt sé að fylgja lögbannsgerð eftir með staðfestingarmáli gagnvart dánarbúi, sé sú leið ótæk að fá lögbann lagt við athöfn þess. Nærtækara sýnist þó að leiða réttarreglu um útilokun slíkrar réttargerðar beinlín- is af fyrirmælum 1. mgr. 33. gr. skl., með því að „allar kröfur“ á hendur búi þurfi að gera fyrir skiptarétti. 3) Telja verður þau síðastgreindu rök, sem fram koma hér á undan varðandi lögbannsgerð, leiða til þess, að beinni fógeta- gerð verði ekki beitt til þess að fá eign afhenta úr vörslum dán- arbús eða fá eignir þess bornar af fasteign. Þessi sjónarmið virðast að nokkru eiga stoð í Hrd. 1959/489, að því er útburð- argerð varðar, en af Hrd. 1976/1042 verður leitt, að loku sé skotið fyrir að fá atbeina fógeta til innsetningar í umráð muna, sem dánarbú undir opinberum skiptum hefur í vörslum sínum. Kröf- ur um þessi efni verður því að bera upp fyrir skiptaráðanda. 4) Samkvæmt 34. gr. skl. verður fjárnám ekki gert í eignum dánarbús, sem er undir opinberum skiptum. Hins vegar stendur óhaggað fjárnám, sem gert hefur verið fyrir þann tíma, og leiða opinber skipti dánarbús því ekki til þess, að fjárnámshafi glati rétti til fullnustu af andvirði hins fjárnumda. 55

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.