Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Side 27

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Side 27
líkamstjóns, er þar greinir, skal skv. 2. mgr. 178. gr. fullnægja þeim hluta líkamstj ónskrafna, sem ekki fæst greiddur, að réttri tiltölu við aðrar kröfur, af þeirri takmörkunarfjárhæð, er greinir í 3. mgr. 177. gr. Eftir þessari reglu 2. mgr. 178. gr. getur takmörkunarfjárhæð vegna tjóns á munum o.fl. skerst vegna réttar þeirra, sem bíða tjón við líkamsmeiðsl. I 3. mgr. 177. gr. er kveðið á um ábyrgðarmörk vegna allra annarra krafna, sem sæta takmarkaðri ábyrgð, en þeirra, sem getið er í 1. og 2. mgr. 177. gr. Hér skipta mestu máli kröfur vegna glötunar eða skemmda á munum, bæði hlutum, sem skip flytur (farmi, farangri far- þega o.fl.) og hlutum utan skips. Ákvæði 3. mgr. 177. gr. taka einn- ig til krafna út af brottflutningi skipsflaks o.fl., svo og krafna vegna tafa í flutningi farms, farþega eða farangurs. Svo sem getið var í 1. kafla ber að athuga, að ákvæði 2. mgr. 70. gr. (um takmörkun bóta- fjárhæðar fyrir hvert stykki eða flutningseiningu) og 141. gr., sbr. 142. gr. (um takmörkun ábyrgðar vegna farangurstjóns og seinkunar farþega) fela í sér sérstakar reglur um bótaþak vegna einstakra krafna. Hljótist mikið tjón af sama tjónsatviki, t.d. er skip ferst með öllu, sem á því er, geta reglur 3. mgr. 177. gr. um allsherjartakmörk- un ábyrgðar leitt til þess, að einstakir kröfuhafar fái minni bætur en kveðið er á um í 70. eða 141. gr. Þess var áður getið, að 3. mgr. 177. gr. tekur einnig til krafna vegna líkamstjóns, ef takmörkunarfjárhæð eftir 2. mgr. hrekkur ekki til. 1 slíku tilviki getur réttur þess, sem á kröfu vegna líkamstjóns, þrengt bótarétt kröfuhafa vegna tjóns á munum eða almenns fjártjóns. Ábyrgðarmörk 3. mgr. eru mun lægri en mörkin, sem gilda um líkamstjón eftir 2. mgr. Fyrir skip, sem eru 500 rúmlestir eða minni, eru mörkin 167.000 SDR. Vegna stærri skipa hækka ábyrgðarmörkin fyrir hverja rúmlest eftir því, sem nánar segir í 3. mgr. 1 4. mgr. segir, að ábyrgðarmörkin í 1.-3. mgr. gildi „fyrir samtölu allra krafna sem rísa vegna eins og sama atburðar gágnvart útgerðar- manni, eiganda, afnotahafa, farmsamningshafa og umráðamanni (dis- ponent), auk þeirra manna sem þeir bera ábyrgð á.“ í þessu felst meginregla um allsherjartakmörkun bótaábyrgðar. Reglan leiðir í fyrsta lagi til þess, að ábyrgð útgerðarmanns vegna allra samanlagðra bótakrafna, sem raktar verða til sama tjónsatviks, getur ekki orðið meiri en sem nemur fjárhæð ábyrgðarmarks þess, sem við á hverju sinni (Hér er átt við höfuðstól krafna. Vextir og málskostnaður greið- ast, þótt fjárhæð fari við það fram úr ábyrgðarmarki, sjá 6. tl. 175. gr.). Ef ábyrgðarmark er t.d. 167.000 SDR og bótakröfur stofnast 21

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.