Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Side 15

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Side 15
að hann fresti málinu til ákveðins réttarhalds til uppkvaðningar dóms. Dómar eru nokkuð ítarlegir. I öllum tilvikum þurfa skriflegar forsend- ur og niðurstöður að fylgja dómnum. Dómarinn tekur ekki afstöðu til upphæðar málskostnaðar, en kveð- ur á um hvor aðili skuli greiða málskostnað eða í hvaða hlutföllum að- ilar greiði hann. Aðilar leggja síðan málskostnaðarkröfur sínar og reikninga fyrir sérstaka embættismenn sem nefna mætti lagatækna (Rechtspfleger). Þessir menn úrskurða um upphæð málskostnaðar. Er þetta afskaplega þunglamalegt kerfi. Deilt er um hvern kröfulið alveg niður í kostnað við hvert ljósritað blað. 4.6. AÐFARARHÆFI. I dómsorð er ekki settur ákveðinn aðfararfrestur. Dómar eru hins vegar lýstir aðfararhæfir ex officio eða skv. kröfu aðila með eða án tryggingar, allt eftir því um hvers konar sakarefni er að tefla. Þetta hefur þá þýðingu að kröfuhafi sem fengið hefur dóm fyrir kröfu sinni, getur með því að setja tryggingu sem fram kemur í dómsorði, komið fram aðför þrátt fyrir áfrýjun málsins. Tapist málið á áfrýjunarstigi þá á tryggingin að bæta dómþola það tjón er hann varð fyrir vegna fjárnáms og e.t.v. nauðungarsölu. Fjárnám eru gerð af svo nefndum „Gerichtsvollzieher“ sem eru ólög- lærðir embættismenn. Þeir hafa ekki dómsvald. Ki'öfuhafi sendii' þess- um embættismönnum beiðni um fjárnám, sem síðan er framkvæmt af embættismanninum einum, þ.e. án kröfuhafa og vitna. Menn þessir starfa utan dómstólanna og eru þá með skrifstofu í þeim borgarhluta er þeim er ætlað að starfa í. Sem laun fá þeir hluta réttargjalda. Ef gert er fjárnám í lausafé þá er farið á heimili skuldara og festui' miði við hinn fjárnumda hlut þar sem fram koma upplýsingar um gerðina og þýðingu hennar. Fjárnám í fasteign er gert án þess að fara á heim- ili skuldara og síðan gerð krafa í þinglýsingardeild að það sé fært á viðkomandi eign. 4.7. Áskorunarmál. Það er ómaksins vert að kynna sér deild fyrir áskorunarmál við amtsréttinn í Miinchen. Athyglisvert er að á sl. ári voru áritaðar 638.000 áskorunarstefnur og að dráttur á áritun var aðeins talinn í dögum. I deildinni starfa alls 80 manns, þar af einn dómari, og er hann eini lögfræðingurinn á deildinni og jafnframt yfirmaður hennar. Aðalsj ónarmið í meðferð áskorunarmálanna eru þau, að í þeim mál- 169

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.