Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 41
Túlkun mín á eignarréttarkenningu Lockes kann auðvitað að þykja fulldj arfleg, þar sem ég hef reynt að betrumbæta hana með aðstoð nútímaþekkingar á sviði mannvísinda. Ég hef þegar látið þess getið, að ég hef breytt fyrirvara Lockes um, að eftir eignartöku verði nóg að vera „eftir í sameign af jafn góðum hlutum fyrir aðra“, í þann fyrir- vara, að aðrir megi ekki skaðast á henni. Ég hef í rauninni ekki heldur notað þá kenningu hans, að vinnan sé uppspretta allra verðmæta, svo að menn eigi rétt á þeim verðmætum, sem vinna þeirra hefur skapað, enda er slík vinnuverðmætiskenning heldur hæpin frá hagfræðilegu sjónarmiði séð. 1 staðinn hef ég sett fram þá kennningu, að menn eigi rétt á því, sem hæfileikar þeirra gefa beinlínis af sér á markaðnum. Ég hef ennfremur minnt á það, sem er að vonum fremur óljóst í riti Lockes, að framleiðsluferill lífsgæðanna lengist mjög í viðskiptaskipu- laginu frá því, sem var við heimilisbúskap, en það merkir, að rökin fyrir séreignarrétti styrkjast og ýmis takmörk, sem honum eru sett, hverfa.30 Einstaklingurinn missir yfirsýn yfir allan framleiðsluferilinn, þegar hann lengist, og verður því að hagnýta sér þekkingu, sem aðrir hafa, en hann ræður ekki sjálfur yfir, og það getur hann aðeins gert við frjáls viðskipti og séreign á fjármagni og framleiðslutækjum. Og óvissa eykst óhjákvæmilega í atvinnulífinu, eftir því sem framleiðsluferillinn lengist í tíma, þar sem menn sjá framtíðina ekki fyrir, en það hefur í för með sér hvort tveggja, að þeir verða að búa við fastar og fyrirsjáanlegar reglur og kunna að velja réttu mennina til að glíma við þessa óvissu — þá framkvæmdamenn, sem bregðast skjótar og betur við breyting- um en aðrir og hafa allt að því „yfirnáttúrlega“ hæfileika til að rýna inn í framtíðina.31 Því hefur alls ekki verið nægur gaumur gefinn, hverju það skipulag frjálsra viðskipta, sem kom til sögu á nýjöld, breyt- ir um gildi ólíkra stjórnmálakenninga, þótt skarpskyggnustu mannvís- indamenn okkar daga eins og von Hayek hafi að vísu reynt að koma því til skila í ýmsum ritum.32 Eignarréttindi eru eftir kenningu Lockes frelsisréttindi í að minnsta kosti í tvennum skilningi. f fyrsta lagi geta menn öðlast og síðan farið með slík eignarréttindi án þess að skerða frelsi annarra eða skaða þá 1 neinum eðlilegum skilningi. Frelsi manna til að helga sér land og rækta síðan er auðvitað frelsi, hvort sem öðrum líkar betur eða verr. f annan stað vernda eignarréttindi borgarana fyrir ríkisvaldinu. Því víðtækari sem dreifing eignarréttindanna eru, því ólíklegra er, að einn maður eða hópur hafi ráð allra annarra í hendi sér. Séreignarrétturinn er skj öldur frelsisins. Hitt er annað mál, að Locke gerir sér grein fyrir því eins og 195
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.