Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 20
Staða dómarans verður að teljast sterk, enda hafa breytingar á þýskum einkamálalögum gengið út á að hraða málsmeðferðinni með því að styrkja stöðu dómara, og það jafnvel á kostnað málsforræðis- reglunnar. Dómari tekur mikinn þátt í umræðum um málið og getur áhyggju- laust lýst skoðunum sínum. 1 159. gr. og 279. gr. ZPO. (Zivil-prozess ordnung: Vesturþýsku einkamálalögin) eru jafnvel bein ákvæði um þetta hlutverk dómarans. 1 dómnum tíðkast því frjálslegar umræður um málið í heild og einstaka þætti þess bæði um lagaatriði og sönnunaratriði. Þessar um- ræður virtust bæði til þess fallnar að flýta málum og stuðla að mark- vísari vinnubrögðum. 5.3. ATKVÆÐAGREIÐSLA DÓMENDA. Þegar mál hefur verið dómtekið ganga dómarar til bakherbergis. Að loknum umræðum er gengið til atkvæðagreiðslu ef þörf þykir. Meiri- hluti ræður niðurstöðu máls. Sá dómari er verður undir í atkvæða- greiðslu verður að skrifa undir dómsorðið. Ekki eru leyfð sératkvæði í dómum réttarins og þeim dómara sem er ósammála niðurstöðu meiri- hlutans er óheimilt að láta það í ljós. Dómarar við landsréttinn voru almennt þeirrar skoðunar að ekki væri æskilegt að leyfa sératkvæði í dómum réttarins. Slíkt fyrirkomu- lag myndi tefja störf réttarins, og auk þess töldu þeir sératkvæði hafa litla þýðingu. Þeir bentu á að aðeins væru leyfð sératkvæði við Stjórn- skipunardómstólinn (Bundesverfassungsgericht) og að það hefði verið fyrst árið 1970 sem slíkt var leyft. Sú reynsla sem fengist hefði af sér- atkvæðum þess dómstóls gæfi ekki tilefni til að taka þau upp við aðra dómstóla, enda væri hætt við því að litið væri á niðurstöðu meirihluta dómenda í umdeildum málum sem tilviljunarkennda atkvæðagreiðslu en ekki endanlega niðurstöðu. 5.4. AFKÖST LANDSRÉTTAR. Það er ljóst að mikið álág er á landsréttinn og hefur svo verið mörg undanfarin ár. Deildir sem fara með einkamál á 1. dómstigi fengu um 620 ný mál á s.l. ári. í einni deild lauk 75 málum á árinu með sátt og 155 með dómi. Þá lauk nokkrum með hafningu og útivistardómum. Útivistardómar eru ekki taldir með öðrum dómum þar sem aðeins þarf að skrifa dómsorð- ið í slíkum málum. Rekstur mála tók að meðaltali 6 mánuði. 1 einni deild fyrir fasteignamál snérust hjólin aðeins hægar. Þar var 174
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.