Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 44
aði til dæmis í bókinni Frjáíshyggjunni, sem fyrst kom út árið 1914, að „hlutverk ríkisins væri að tryggja þær aðstæður, sem hugur manna og einstaklingseðli gætu vaxið og þroskast við“. Hann bætti við, að „rétturinn til vinnu og mannsæmandi launa væri eins gildur og rétt- urinn til friðhelgi og eigna“.40 Á okkar dögum hafa bandarísku heim- spekingarnir Bruee Ackerman, Ronald Dworkin og John Rawls mjög eflt félagslega frjálshyggju að rökum.41 Þessir hugsuðir halda því fram, að maðurinn hafi beinlínis heimtingu á mannsæmandi afkomu jafnframt réttinum, sem hann njóti til lífs, frelsis og eigna. Þessi skoðun virðist óneitanlega skynsamleg og mannúðlég, enda hefur hún átt miklu fylgi að fagna í velferðarríkjum Vesturlanda. Geta frjálslyndir menn í rauninni andmælt henni, sérstaklega þar sem ríkisafskipti af tekjuskiptingunni eru hér rökstudd í nafni frels- isins? Slík afskipti eru til að auka frelsi borgaranna, ekki skerða. Er hugmyndin um félágsleg réttindi með þessum hætti eðlileg og jafnvel rökrétt afleiðing af mannréttindahugsjón Lockes? Hlýtur þetta vopn frjálshyggjumanna að snúast í höndunum á þeim? Ég er ekki viss um það. Hér langar mig til að leiða þrenn rök gegn hugmyndinni um félagsleg réttindi. I fyrsta lagi geta slík réttindi varla verið al- menn í sama skilningi og hefðbundin frelsisréttindi. I annan stað eru félagsleg réttindi órökrétt í þeim skilningi, að þau rekast á og útrýma öðrum réttindum. Síðast, en ekki síst, gera talsmenn félagslegra rétt- inda þegjandi og hljóðalaust ráð fyrir framþróun í atvinnumálum, sem getur hins vegar aðeins orðið við meira frjálsræði en þeir hugsa sér. Fyrstu rökin eru, að félagsleg réttindi geta varla verið almenn í sama skilningi og hefðbundin frelsisréttindi. Setjum svo, að við sam- þykkjum slík réttindi. Sérhver maður á samkvæmt því tilkall til þess skerfs af gæðum jarðar, sem gerir honum kleift að lifa mannsæm- andi lífi og njóta frelsisins. Fátæklingur í Bandaríkjunum á því heimtingu á framlagi frá ríkinu, þótt það kosti hærri skatt á efna- mann. En merkir þetta ekki, að Mexíkóbúinn eigi jafnmikið tilkall til gæða jarðarinnar og Bandaríkj amaðurinn ? Og Indverjinn jafnmikið tilkall og Bretinn? Hvers vegna nemum við staðar á landamærum ríkja? Mér sýnist það heldur betur óeðlilegt. Maðurinn á þetta tilkall þrátt fyrir allt í krafti þess, segja félagslegir frjálshyggjumenn, að hann er maður og því fær um að lifa mannsæmandi lífi og njóta frels- isins, og þá geta landamæri ríkja ekki skipt neinu máli. Hverjar eru á hinn bóginn afleiðingarnar af því að viðurkenna jafnt tilkall borgara í ólíkum löndum til lífsgæðanna? Breski heimspeking- urinn Anthony Quinton tekur í einni ritgerð sinni dæmi um það frá 198
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.