Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 49
að mönnum sé samtímis treystandi og ekki treystandi til að breyta siðlega. Ég skal skýra þetta með einföldu dæmi. Þegar þú þarft að láta gera við húsið þitt, velur þú auðvitað þann smið til starfsins, sem þú treystir best. En þar sem þú treystir honum ekki fullkomlega (nema hann sé nátengdur þér), gerir þú munnlegan eða skriflegan samning við hann. Þú semur við þennan smið, af því að þú treystir honum, en þú semur líka við hann, af því að þú treystir honum ekki, þar sem þú veist ekki nákvæmlega, hvern mann hann hefur að geyma eða hvernig hann muni reynast í framtíðinni.58 Með svipuðum rökum skilur þú húsið þitt ekki eftir ólæst, jafnvel þótt þú vitir, að níu af hverjum tíu Islendingum eru stálheiðarlegir. Þú afhendir ekki heldur ókunnugum mönnum óútfylltar, en undirskrifaðar ávísanir. Mergurinn málsins er, að þú getur ekki séð framtíðina fyrir og ræður ekki yfir fullkomnum upplýsingum um annað fólk, og þess vegna hlýtur þú að reyna að tryggja þig með samningum. Við út- færslu skipulagsins, breytinguna úr heimilisbúskap í viðskiptaskipu- lag, hættir þú að þekkja deili á því fólki, sem þú verður þó að skipta við með beinum eða óbeinum hætti, og þess vegna verður þú að setja traust þitt á fastar reglur. Þetta held ég, að Locke hafi skilið betur en Macpherson. Af þessum sökum er Locke ekki nauðsynlega ósam- kvæmur sjálfum sér, þegar hann segir í öðru orðinu, að flestir menn breyti siðlega í ríki náttúrunnar, en í hinu, að borgaralegt skipulag hljóti að spretta upp úr því. En hvaða réttindi og skyldur hafa menn, eftir að þeir hafa myndað borgaralegt skipulag, og hvaða takmörk eru ríkisvaldinu með því sett? Locke telur, eins og við höfum séð, að í ríki náttúrunnar hafi allir menn jafnan rétt til frelsis og geti ekki afsalað sér honum. Af því leiðir, að þeir hafa þar líka rétt til að framfylgja þessum fi'um- rétti sínum og refsa þeim, sem brjóta hann. Þeir hafa þar með öðrum orðum tvenns konar rétt: frumrétt og afleiddan rétt. En í borgara- legu skipulagi láta þeir hinn afleidda rétt af hendi og taka um leið á sig þá skyldu að hlýða lögunum. Samkomulágskenning Lockes er ekki um það, hvers vegna einstaklingarnir láta af hendi hinn afleidda rétt sinn til að framfylgja náttúruréttinum (enda höfum við þegar svarað þeirri spurningu), heldur hvernig þeir gera það. Kenningin er í sem fæstum orðum, að einstaklingar geri þetta með sérstöku sam- þykki sínu. Ástæðan til þess, að mönnum ber skylda til að hlýða lög- unum, er blátt áfram, að þeir hafa gert með sér samkomulag um þau. Þessi kenning virðist óneitanlega vera rökrétt framhald af kenning- unni um náttúrleg réttindi manna. I ríki náttúrunnar er svo að sjá 203
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.