Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Qupperneq 23

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Qupperneq 23
semdir varði álit almennings á dómstólunum, en skerði ekki sjálfstæði dómara. 6.5. LAUN DÓMARA OG AUKASTÖRF. Laun dómara, þ.e. dómara við amtsréttinn og meðdómenda við lands- réttinn eru DM 3.368 — 5.521 (u.þ.b. kr. 75.700,- til 124.200,-). Dóms- forsetar og dómarar við yfirlandsrétt fá DM 3.940 — 6.094 (eða kr. 88.600,- til 137.100,-). Til viðbótar þessum launum fá dómarar lítils- háttar upphæðir í formi fjölskyldubóta sem leggjast við launin. Orlofs- greiðslur nema að jafnaði DM 300 á ári. Þá fá dómarar DM 1 á dag til niðurgreiðslu á fæði. Um aðrar greiðslur er ekki að ræða innan dóm- stólakerfisins. Eftirlaunaaldri ná flestir dómarar sextugir að aldri. Um helmingur dómara fer þá á eftirlaun en hinn helmingurinn heldur áfram til 65 ára, en þá verða dómarar að láta af störfum. 1 lögum um réttindi og skyldur dómara eru skýr ákvæði um þau störf sem dómari má taka að sér utan dómstarfa. Öll þessi ákvæði miða að því að dómari glati ekki trausti almennings og að á hann sé litið sem algerlega óháðan í starfi sínu. Dómari þarf að sækja skriflega um leyfi fyrir öllum aukastörfum. Beiðnina sendir forstöðumaður til forseta yfirlandsréttar sem svarar henni í umboði dómsmálaráðuneytisins. Algengastar eru umsóknir dómara um setu í gerðardómi. Dómari verður þá að lýsa málinu og því, hvenær hann eigi að vinna við gerðar- dóminn. Leyfi fyrir slíkum störfum eru oftast veitt athugasemdalaust. Dómari má ekki taka að sér að gefa lögfræðilegar álitsgerðir utan embættisins eða álit á endanlegri niðurstöðu máls. Þá verður dómari sem ætlar að gefa kost á sér til þings að sækja um leyfi frá störfum tveimur mánuðum fyrir kosningadag. Yfirmenn dómsmálaráðuneytisins töldu að mögulegt væri innan vissra marka að veita dómara heimild til setu í stjórn fyrirtækis. Seta dómara í stjórn almennra fyrirtækja í atvinnurekstri eða bönkum er útilokuð. 6.6. EFTIRLIT OG VIÐURLÖG. Forstöðumaður hvers dómstóls verður á fjögurra ára fresti að skila dómsmálaráðuneytinu skýrslu um hvern dómara yngri en 45 ára. Skýrsla þessi getur verið 4-6 vélritaðar blaðsíður. Þar eru upplýsingar um hvernig dómari hefur staðið sig í starfi sínu, hvernig honum hefur lynt við aðila og lögmenn, og yfirleitt eru dregnir fram kostir og gallar hvers dómara fyrir sig. Dómarar geta fengið að sjá skýrslur þessar og 177
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.