Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 32
heilags Tómasar frá Akvínó (sem Ácton Íávarður kallaði fyrsta Vigg- ann) 7 og annarra miðaldaspekinga um náttúruréttinn, en samkvæmt henni lúta allir menn, konungar sem aðrir, því lögmáli, sem Guð hefur sett og mennirnir geta uppgötvað af skynsemi sinni. Fyrir þessu lög- máli eru þeir allir jafnir. „Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð allir eitt í Kristi Jesú.“8 Við þessar tvær hugmyndir jók Locke hinni þriðju, kröfunni um umburð- arlyndi. Krafan sú spratt upp úr trúarstríðum og átökum sextándu og seytjándu aldar með svipuðum hætti og greinarmunur hins veraldlega og andlega valds átti rætur að rekja til baráttu páfa og keisara á síð- miðöldum. Hún var reist á þeirri óvéfengjanlegu staðreynd, sem að var vikið í upphafi þessarar ritgerðar, að einstaklingarnir höfðu öðlast sjálfsvitund, voru ólíkir og höfðu hver sinn hátt á að leita Guðs og gæfunnar. Stundum kynnu markmið þeirra jafnvel að rekast á. En hvernig mátti afstýra því, að þessi mikilvæga staðreynd leiddi til svo blóðugra átaka sem samtíðarmenn Lockes höfðu orðið vitni að ? Annar kosturinn var auðvitað að reyna að fella alla í sömu skorðurnar og afhenda einhverjum einum aðila alræðisvald með þeim rökum, að al- ræði væri þrátt fyrir allt miklu betra en stjórnleysi. Þetta var hug- mynd þeirra Sir Roberts Filmers og Tómasar Hobbes, þótt margt væri annars ólíkt með þeim. Hin leiðin er sú, sem Locke varðaði. Hún er í sem fæstum orðum fólgin í því að vera sammála um að vera ósam- mála. Þar sem við getum ekki verið viss um, að okkar sannleiki sé betri en sannleiki náungans, ættum við að stilla okkur um að neyða okkar sannleika upp á hann, en krefjast þess um leið af honum, að hann stilli sig um að neyða sínum sannleika upp á okkur. En af þessu leiðii', að verkefni okkar verður að setja hinum ólíku einstaklingum almennar og fastar réglur og takmarka vald ríkisins, svo að það geti ekki fyrirskipað neinn einn sannleika. Á hinn bóginn hefur margsinnis vei'ið á það bent, að kenning Lockes um almenn mannréttindi er reist á kristinni trú. Hvers vegna hafa menn þau réttindi, sem Locke gerir ráð fyrir? Vegna þess, svarar Locke, að þeir eru sköpunarverk Guðs. Hann hefur gefið þeim skyn- semi, og þess vegna vei'ða þeir að fá að beita henni óáreittir af verald- legum stj órnvöldum. En merkir þetta, að mannréttindakenning Lockes standi og falli með trú hans? Merkir það, að hundheiðnir nútímamenn hljóti að hafna henni allri? Ég er ekki viss um það. Mennirnir geta verið skynsamir og notið réttinda í krafti skynsemi sinnai', jafnvel þótt við trúum því ekki, að Guð hafi gefið þeim þessa skynsemi. Þeir geta til dæmis verið skynsamir vegna þess, að þeir búa við skipulag, 186
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.