Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 30
bundna konungsstjórn með því að skrifa undir nýja réttindaskrá, Bill of Rights. Á árununi áður en Locke hrökklaðist til Hollands sat hann til skiptis á heimili Shaftesburys og á Kristskirkjugarði í Oxford (auk þess sem hann dvaldist um nokkurt skeið sér til heilsubótar í Frakklandi) og skrifaði um heimspeki, stjórnmál og atvinnumál. Árið 1668 setti hann saman bók um peningamál og vexti, Hugleiðingar um lækkun vaxta og hækkun peningagildisins (Some Considerations of the Lowering of Interést and Raising the Value of Money), þar sem hann andmælti þeirri gömlu og nýju hugmynd, að rétt væri að keyra vexti af fjár- magni niður með valdboði. Menn yrðu að fá að semja um þá sjálfir í frjálsum viðskiptum. Locke samdi árið 1671 fyrstu uppköstin að helsta heimspekiverki sínu, Rannsókn á mannlegum skilningi (Essay Con- cerning Human Understanding), þótt það yrði ekki til í lokagerð sinni fyrr en á síðari helmingi níunda áratugarins. Þar hélt hann því fram í sem fæstum orðum, að öll þekking sprytti af reynslu manna. I for- málanum lét hann þau frægu orð falla, að á tímum hins mikla Huygens og óviðjafnanlega Newtons ætti heimspekingnum að nægja „að fá að starfa sem húskarl við að ryðja landið, þótt í litlu sé, og hreinsa burt eitthvað af því rusli, sem varnar okkur vegar til aukinnar þekk- ingar“.4 Menn hafa gjarnan velt því fyrir sér, hvort einhver tengsl séu á milli heimspekikenninga Lockes og stjórnmálaskoðana, og sitt sýnst hverjum. Ég fæ sjálfur ekki séð, að tengslin á milli raunhyggju Lock- es og frjálshyggju hans séu mikil. En ef þau eru einhver, þá felast þau að mínum dómi í efahyggju Lockes — í þeirri skoðun hans, að sannleikurinn sé ekki allur í einu tiltækur neinum einum manni eða hópi manna. Rauði þráðurinn í hinu fræga Bréfi Lockes um umburð- arlyndi (Epistola de Tolerantia), sem var upphaflega samið á latínu úti í Hollandi, en kom út árið 1689, var, eins og raunar í Frelsinu eftir John Stuart Mill tvö hundruð árum síðar, að valdsmönnum gæti ekki síður en öðrum skjátlast um margt og mikið. Fræðimenn halda því fram, að Locke hafi skrifað Tvær ritgerðir um ríkisvald árið 1681, þótt það hafi ekki komið út fyrr en ári eftir byltinguna blóðlausu og margir því talið það samið henni til réttlæt- ingar.5 En þetta hefur verið nokkurt álitamál fyrir þá sök, að Locke leyndi því afar vandlega, á meðan hann lifði, að hann væri höfundur- inn, og gætti þess einnig að eyða öllum uppköstum og ummerkjum um það úr skjalasafni sínu. Ritskýrendur og fræðimenn hafa einnig efast um þá algengu og hefðbundnu skoðun, að Locke hafi samið ritið til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.