Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 22
6.2. VINNUTÍMI. Dómarar í Þýskalandi eru ekki bundnir við fastan vinnutíma. Þeim er þó gert að skila 40 stunda vinnuviku. Ekki eru ákvæði um þetta í lögum en frelsi þetta byggist á langri hefð. Örlítill blæbrigðamunur er á túlkun yfirmanna í dómsmálaráðuneytinu og forráðamanna dómstóla á þessum frjálsa vinnutíma. Af hálfu dómsmálaráðuneytisins er talað um að dómari eigi ekki að vera í burtu frá vinnustað sínum meira en einn dag án þess að talað sé um frí, en forstöðumenn dómstóla telja frelsi þetta mun víðtækara. Þessir aðilar voru þó sammála um að dómari verði að hlíta ábendingum yfirmanns síns um að haga fríum og vinnutíma eftir aðstæðum á vinnustað. Einstaka dómarar unnu mikið heima hjá sér, og stafar það m.a. af aðbúnaði á vinnustað. Allir dómarar hafa fastan þingdag tvisvar í viku. Meðdómendur eru einnig háðir dómsforseta að meira eða minna leyti um skipulagningu á sínum vinnutíma. Vinnuálag og nákvæmar málaskrár sjá til þess að þetta sjálfræði um vinnutíma er meira í orði en á borði, og virtist vinnutími dómara vera mun lengri en vinnuskylda sagði til um. 6.3. VINNUSTAÐURINN. Enda þótt dómstólarnir í Múnchen séu vel hýstir verður ekki annað sagt en að aðbúnaður dómara sé frekar fábrotinn. Meðdómendur í landsréttinum og dómarar í amtsréttinum deila venjulega tveir með sér herbergi. Þessi herbergi eru að vísu rúmgóð en innréttingar frekar fátæklegar. Þannig eru venjulega tvö skrifborð í hverju herbergi, hvort á móti Öðru og einn sími á miðju fyrir báða dómara. Dómurum er ekki séð fyrír ritvélum eða öðrum áþekkum vinnutækjum, enda ekki reikn- að með að þeir beiti slíkum tækjum við vinnu sína. Aðalvinnutæki dómara eru lítil ségulbönd sem þeim eru úthlutuð. Dómarar höfðu ekki aðgang að tölvum. Það þarf varla að taka það fram að dómsmálaráðu- neytið fær árlega mikið lof hjá yfirvöldum fyrir sparsemi. 6.4. KLÆÐNAÐUR. Dómarar eru frjálslega klæddir í vinnuherbergjum sínum, allt eftir aldri og smekk hvers og eins. Þeir eru þó klæddir í dómaraskikkju og með bindi eða slaufur í réttarhöldum. Skikkjur þessar eiga dómararnir sjálfir, enda kostaðar af eigin launum. Yfirmenn dómstólanna telja að þeir geti gert athugasemdir við klæðaburð dómaranna ef á þarf að halda. Telja þeir að slíkar athuga- 176
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.