Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 48
urvald, eins og Sir Rorbert Filmer hafi haldið fram. Hér sem fyrr miðar Locke við hinn mikla mun, sem er á heimilisbúskap og við- skiptaskipulagi. Hann er að andæfa fornum og úreltum hugsunar- hætti. Við heimilisbúskap er alls ekki fráleitt að hugsa sér stjórnand- ann sem landsföður, en í viðskiptaskipulagi eru menn hins vegar við- semjendur fremur en vandamenn eða vinir. Við þurfum í þessu viðfangi að gera greinarmun á tveimur úrlausn- arefnum, þótt þau séu auðvitað samtvinnuð. Annað er, hvers vegna í ósköpunum menn séu fúsir til að afsala sér ýmsum réttindum við stofnun borgaralegs skipulags, en á því hafði Sir Robert Filmer einmitt krafist betri skýringa en stuðningsmenn náttúruréttar höfðu áður veitt. Hitt er, hvaða réttindi og skyldur menn hafi innan þess og hvaða takmörk ríkisvaldinu séu með því sett. Mér virðist Locke leysa skyn- samlega úr fyrra málinu. Menn geta tæplega notið fullra réttinda í ríki náttúrunnar, þar sem stigamenn kunna að vera einhvers staðar í felum og allt er undirorpið óvissu og öryggisleysi. Um það efast varla aðrir en draumlyndustu stjórnleysingjar, að menn verða að koma sér saman um ein lög og einhverjar raunhæfar aðferðir til þess að framfylgja þeim. En Locke telur, að menn stofni borgaralegt skipulag ekki til þess eins að forðast vandræði, heldur einnig í því skyni að öðlast ýmis þægindi „fyrir tilstilli vinnu, aðstoðar og félags- skapar annarra samborgara", eins og hann orðar það.51 Og menn eru í þriðja lagi fúsir til að afsala sér ýmsum réttindum við stofnun borg- aralegs skipulags, af því að þeir eru með því ekki að láta neitt það af hendi, sem máli skiptir: þeir eru aðeins að gera það, sem er þeim eig- inlegt. Til þess að lög séu gild í því borgaralega skipulagi, sem Locke hugsar sér, verða þau að vera „grundvölluð á náttúrurétti".52 Lögin skerða því í raun og ekki frelsi borgarans, heldur skilgi-eina, ef svo má að orði komast.53 Menn stofna með öðrum orðum borgaralegt skipu- lag af þremur ástæðum, vegna „nauðsynjar, hagræðis og eðlishvatar," eins og Locke segir á öðrum stað.54 Hann er því sammála Aristótelesi um, að einstaklirigurinn sé í eðli sínu sambýlisvera.55 C. B. Macpherson telur að vísu, að Locke komist í mótsögn við sjálfan sig.5G Annars vegar geri hann ráð fyrir, að menn séu skyn- samir viðsemjendur hver annars, ef til vill eigingj arnir, en ekki ill- gjarnir, og þess vegna sé lífið í ríki náttúrunnar að minnsta kosti þol- anlegt. Hins vegar búist hann við því eins og Tómas Hobbes í Levíatan, að þeir hagi sér eins og verstu vargar, svo að lífið sé þar aumt, stutt og dýrslegt.57 Hér held ég liins vegar, að Macpherson bregðist boga- listin. Við tilteknar aðstæður er það ekki órökvíslegt að halda fram, 202
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.